Saga - 1989, Blaðsíða 194
192
RITFREGNIR
vandamál þessu tengd hljóta að vefjast fyrir höfundum kennslubóka í sögu.
Valið er óhjákvæmilegt. Títtnefnd forgangsröð er kölluð til og spurt er hvað
skiptir miklu máli, hvað skiptir meira máli, hvað skiptir mestu máli. Hvaða
atriði eru það úr hinni sögulegu framvindu sem bregða skærustu Ijósi á liðna
tíð? Hvað skýrir myndina best? Þetta er sjaldnast einhlítt val og mörgu háð.
M.a. er þetta val háð höfundunum, viðhorfum þeirra og skoðunum. Meira
máli skiptir þó að slíkt val er háð tíðarandanum hverju sinni. Vonandi finnst
engum það lítilsvirðing við sagnfræðinga og höfunda kennslubóka þótt sagt
sé um þá að þeir séu háðir persónulegum viðhorfum og tíðaranda.
Það sem einkennt hefur kennslu í íslenskri sögu á þessari öld er hinn klári
pólitíski tilgangur sem sagan hefur haft. Sagnfræði smælingjans sem helgar
sér land í heimi þursanna, sögur um forna frægð, persónusaga, saga af póli-
tísku valdi. Á síðustu tveimur áratugum hefur hér orðið breyting á. Smæl-
inginn hefur haslað sér völl og þá gefst tóm til að líta ögn í kringum sig. Um
þessa breytingu vitnar m.a. bók Heimis Þorleifssonar Frá einveldi til lýðveldis
sem fyrst kom út 1972. í formála að 1. útgáfu þeirrar bókar segir Heimir: „Að
mínu viti hefur kennsla í íslandssögu allt of lengi verið helguð þjóðveldis-
öld . . ." og seinna: „Persónusaga hefur jafnan verið ríkur þáttur íslenskrar
sagnaritunar, e.t.v. of ríkur." Að mínu viti er eðlilegt að líta á bók Heimis
Þorleifssonar sem mikilvæg fyrstu skref þeirra breytinga sem orðið hafa á
sögukennslu í íslenskum framhaldsskólum á síðustu áratugum. í grófum
dráttum ganga þessar breytingar í þá átt að í stað einhæfni viðfangsefna og
sjónarhorna er það nú fjölbreytileikinn sem ræður ferðinni. Þetta er að sjálf-
sögðu skýr endurspeglun tíðarandans og birtist með mjög skýrum hætti í
bók Braga og Gunnars, Uppruna nútímans.
I upphafi máls míns hélt ég því fram að Uppruni nútímans markaði á marg-
an hátt þáttaskil í kennslu íslenskrar nútímasögu í framhaldsskólum. í þessu
sambandi er rétt að nefna þau þrjú atriði sem mér finnst mestu máli skipta:
í fyrsta lagi er ljóst að það sem einkennir þessa bók Braga og Gunnars öðru
fremur er að hún er kennslubók. Þetta er jafnframt helsti kostur verksins.
Þessi einkenni birtast með margvíslegum hætti. Við samningu bókarinnar
hefur ekki vikið úr huga höfunda hvert var markmið bókarinnar og hvaða
lesendum hún var ætluð. Höfundar eru báðir sprenglærðir sagnfræðingar.
En þeir eru líka kennarar og mér sýnist að kennarinn hafi ráðið miklu uffl
efnisval og efnistök. Hvergi er þó að finna dæmi um að sjónarmið kennsl-
unnar leiði höfunda á villigötur. Slíkt væri þó eflaust auðvelt, t.d. með því að
einfalda flókin fyrirbæri um of eða með óeðlilegum áherslum. Sem dæmi uffl
heppnað kennslufræðilegt herbragð hjá þeim félögum Braga og Gunnari er
þegar þeir verja talsvert miklu rými í upphafi bókarinnar til umfjöllunar uffl
pereatið. Vandamál íslenskra námsmanna á miðri 19. öld eru kynnt fynr
íslenskum nemendum í lok þeirrar 20. Hver skyldu þau hafa verið? Brenni-
vín, frelsi, agi, mannréttindi, yfirvald. Skyldu þau þekkja það? Pereatið hef-
ur alla möguleika til að höfða til nemenda og er um leið heillandi dæmi uffl
þversögnina ógurlegu, sagan endurtekur sig alltaf og aldrei. Hægur vandi
væri að tilgreina fleiri dæmi úr bókinni um það sem ég vil kalla markvisst og
velheppnað efnisval.