Saga - 1994, Blaðsíða 14
12
GUNNAR KARLSSON OCi HELGISKÚLIKJARTANSSON
ættismenn á íslandi um mannfjölda á landinu að fomu og fólksfækk-
un síðan. I svörunum eru plágumar meðal algengustu orsaka fólks-
fækkunar, einkum sú fyrri, þegar þær eru greindar í sundur. Finnur
Jónsson biskup giskaði á að aðeins tíundi hluti íbúa í Hólabiskups-
dæmi hefði lifað hana af, og ályktaði þar af frásögnum annála af fjölda
presta í biskupsdæminu eftir pláguna. Aðrir leggja ekki í að nefna
tölur, og margir þeirra vita sýnilega lítið um málið.4 í þjóðsögum fara
plágurnar með talsvert hlutverk, venjulega undir heitinu svarti dauði.
Þar segir frá byggðum sem eyddust með öllu, nema hvað stundum
urðu tvö ungmenni eftir. Plágunni er oftast lýst sem sýnilegri móðu eða
reyk sem lá yfir byggðinni, en stundum birtist hún sem grátt naut.
Nokkrar sögur eru af fólki, jafnan höfðingjum, sem flúði úr byggð og
hafðist við á fjöllum uns móðunni létti.5 I þjóðsögum kemur sú sögn
líka fyrir að hnerri sé fyrsta merki sóttarinnar, og bjargráðið að segja:
„Guð hjálpi þér," við þann sem hnerrar.6 En ekki sést þess getið að sú
sjúkdómslýsing komi heim við læknisfræðilegar staðreyndir.
Fræðimenn 20. aldar hafa líka sinnt plágunum talsvert, eins og kem-
ur fram hér á eftir, einkum Þorkell Jóhannesson, Jón Steffensen og
norski sagnfræðingurinn Ole Jvrgen Benedictow. Af mörgum ástæðum
er þó kominn tími til að taka þessa sögu upp til rækilegrar athugunar.
Grein Þorkels er eitt af brautryðjendaverkum hans í síðmiðaldasögu og
sýnilega samin í ákafa manns sem sér ókannað söguefni blasa alls stað-
ar við sér. Um mannfall setti hann aðeins fram lauslega ágiskun, og
ályktanir hans um afleiðingar sóttanna virðast margar standa til bóta í
ljósi nýrrar þekkingar á hagsögu íslendinga. Jón Steffensen dvaldist
einkum við sérsvið sitt, læknisfræðilega hlið pláganna, og lagði þar
fram ómetanlegan fróðleik, en fjallaði lítið um mannfallstölur og svotil
ekkert um afleiðingar. Benedictow leggur mest til um eðli og smitleiðir
pestarinnar á Islandi, og hér verður því haldið fram að hann fari þar
villur vegar.
4 Landsnefndin 1770-1771 I, 107-10 (Finnur Jónsson), 129 (Gísli Magnússon Hóla-
biskup), 183 (Ólafur Stephensen amtmaður); II, 77 (Guðmundur Runólfsson sýslu-
maður), 160 (Þorgrímur Sigurðsson sýslumaður og Halldór Þorgrímsson lögsagn-
ari), 171 (Bjami Halldórsson sýslumaður), 210 (Jón Benediktsson sýslumaður), 270
(Hans Wium sýslumaður).
5 Hallfreður Öm Eiríksson: „Þjóðsagnir og sagnfræði," 283-85. - Jón Amason: Islenzk-
ar þjóðsögur og ævintýri VI, 303 (atriðisorðaskrá u. svartidauði).
6 Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II, 531; IV, 137.