Saga - 1994, Blaðsíða 56
54
GUNNAR KARLSSON OG HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ar í Knýtlinga sögu, á þann hátt að sýnilega er gert ráð íyrir að jafnvel
Dönum séu þær skepnur framandi. Ásbjörn Eydanajarl gisti um nótt í
þorpi við Eyrarsund. „Þá varð sá atburðr, er fáheyrðr er, at þar kómu
inn mýss margar valskar. Þær váru miklu stærri en menn hefði fyrr
sét." Þessar skepnur réðust á jarl, og lauk svo að þær drápu hann. „Ok
þegar eptir þetta hurfu þær óvættir."146 Ef einhverjum þykir líklegt að
Islendingar hefðu látið rottur ónefndar í öllum miðaldaritum sínum,
má nefna til samanburðar að Fritzner hefur sjö dæmi um mýs, sem
ekki eru sagðar valskar, og eitt um músagang.1471 lslenzku fornbréfasafni
eru rottur eða völskur ekki nefndar, ef treysta má registrum. Mýs
koma þar að sönnu ekki mikið við sögu heldur, en þó örfáum sinn-
um.148
Sterkasta sönnun þess að Island hafi verið rottulaust á miðöldum er
þó beinir vitnisburðir 17. og 18. aldar manna um að rotta sé hér ekki
landlæg þá. Þórður Þorláksson Skálholtsbiskup skrifaði vandaða ís-
landslýsingu á latínu, og kom hún út árið 1666. Þar tekur hann skýrt
fram að rottur séu engar á Islandi, hins vegar mikið af músum.149
Danskur höfundur, Peter Resen, endurtók þá staðhæfingu um tveimur
áratugum síðar, en vera má að hann hafi hana eftir Þórði.150 Eggert
Olafsson og Bjarni Pálsson nefna hvergi rottu í rækilegri lýsingu sinni
á náttúru landsins, upp úr miðri 18. öld, nema undir Jökli á Snæfells-
nesi. Þar segir Eggert að hún sé í allt of miklu magni, og sé sagt að hún
hafi borist þangað nýlega með skipi sem hafi strandað í Rifi.151 Eggert
notar latínuheiti sem á við svörtu rottuna (Mus domesticus major), en
Bjarni Sæmundsson treystir ekki fyllilega á að það sé rétt. En hvernig
sem það er, segir Bjami að svarta rottan hafi aldrei orðið landlæg hér til
lengdar. Brúnu rottunnar segir hann fyrst hafa orðið vart hér á 19. öld
(því hann vissi auðvitað ekki hvað sorphaugamir á Bessastöðum
geymdu), og hafi hún síðan verið að breiða sig út um landið, einkum við
sjávarsíðuna.152
146 íslenzk fornril XXXV, 197-98 (61. kap.). - Sbr. Fritzner: Ordbog over Det gamle norske
Sprog II, 755.
147 Fritzner: Ordbog over Det gamte norske Sprog II, 755.
148 íslenzkt fornbréfasafn II, 518, 545, 557 (nr. 355); IV, 691 (nr. 725); VIII, 770-71 (nr.
580).
149 Þóröur Þorláksson: ísland, 38-39.
150 Þorvaldur Thoroddsen: Landfrseðissaga íslands II, 183,186.
151 Eggert Ólafsson: Reise igiennem Island I, 354.
152 Bjarni Sæmundsson: Spendýrin, 278-83.