Saga - 1994, Blaðsíða 110
108
SIGURJÓN PÁLL I'SAKSSON
yfir tvö númer, 10 og 19. En af því að eitt blað vantar í bókina á milli 8
og 9, þá ætti blað nr. 9 að vera 10. blað og er reyndar merkt svo með
rauðu; verður við það miðað hér. Blöðum nr. 18 og 20 var víxlað á 19. öld,
og er blað nr. 20 merkt með rauðu sem 18. blað, og blað nr. 18 sem
(19.)—20. blað. Venja er að fjalla um síðara blaðið sem 20. blað, en eins og
fram kemur síðar í þessari ritgerð þá er eðlilegra að kalla það 19. blað, og
verður það gert hér. I hinni fornu Möðruvallabók hafa eingöngu verið
átta blaða kver (arkir). Kverin eru öll gerð úr samhangandi blaðpörum
(tvinnum), nema 17. og 24. kver, en þar eru yztu blöðin stök (blöð 116
og 123, og 172 og 179). Skinnið er að jafnaði vandað, en þó eru nokkur
blöð í Laxdælu með vanköntum. Bókin er víðast hvar auðveld aflestrar,
en nokkrar síður, einkum þær fremstu og öftustu í kverum, eru slitn-
ar, óhreinar og torlesnar. Má þar t.d. nefna 69v, 70r, 92r, 99r og 99v. A
nokkrum stöðum í Laxdælu hefur verið krotað í dauft letur til að gera
það læsilegra, með þeim árangri að margar villur hafa slæðzt inn. Þetta
er einkum áberandi á blöðum 156-59, 162-64, 169-72, 179 og 190.
Kristian Kálund telur að þetta hafi verið gert á 17. öld.4
Möðruvallabók er tvídálka með rauðum kaflafyrirsögnum. Upphafs-
stafir kapítula og sagna eru í rauðum, grænum eða bláum lit, oftast
með nokkru flúri og skrauti. Stærstu stafirnir eru í upphafi Egils sögu
og Fiimboga sögu, eins og þar væri að byrja ný bók eða bókarhluti. Síður
61 v og 62r, á milli Njálu og Eglu, hafa upphaflega verið auðar, en eru
nú með kroti og teikningum, sem eru taldar nokkru yngri en bókin
sjálf. A fyrri síðunni er mynd af einvígi, og uppi yfir stendur skrifað
með rithendi frá 14. eða 15. öld: „Hér berjaz þeir Egill Skallagrímsson
ok Ljótr hinn bleiki." Vinstra megin er Ljótur í varnarstöðu, með hjálm
og skjöld að hætti 15. aldar manna. Hægra megin veður Egill fram,
skjaldarlaus og með skallann óvarinn. Hann tvíhendir stórt sverð, hegg-
ur til Ljóts og er í þann veginn að sneiða undan honum hægra fótinn í
mjaðmarlið. Að baki þeim sést bogmyndað hlið með skrautverki, og efst
til hægri veiðifálki, sem fylgist með vökulum augum. Á seinni síðunni
er óglögg mynd af manni með atgeir.
Á síðu 87v er mannsandlit á spássíu, sköllótt og skeggjað, og á það
eflaust að vera Egill Skalla-Grímsson.5 í dálkinum næst myndinni eru
4 Kristian Kálund (útg.): Laxdæla saga (Kbh. 1889-91), bls. ii-iii.
5 Bjami Einarsson: Andlitsmynd Hgils í Möðruvallabók. Sólhvarfasumbl, saman borið
handa Þorleifi Haukssyni fimmtugum, 23. desember 1991 (Rvík 1992), bls. 7-8.