Saga - 1994, Blaðsíða 69
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
67
miklum tekjumissi sem lifðu á vinnuafli annarra, aðallega í formi land-
skulda, kúgildaleiga, tíunda og tolla.
Af þessum sökum er það líka hæpið sem Þorkell vill, „að eigna Plág-
unni nokkurn þátt í því, hve hraðfara og róttækar þær breytingar
urðu" sem hann rekur í grein sinni í Vöku.200 En þar segir hann að
þungamiðja fjáraflans hafi flust úr sveitum að sjónum á 15. öld, kirkja
og stóreignamenn hafi fleytt rjómann af útveginum með skreiðartoll-
um, vertollum og eigin útgerð. Vermennska hafi fjölgað öreigalýð, en
landbúnaður lent í hnignun og vanrækslu, sem hafi orðið þjóðinni dýr-
keypt þegar fiskverð lækkaði aftur á einokunartímanum.201 Hér er ekki
rúm til að rekja að hve miklu leyti lýsing Þorkels á þróuninni er rétt.
Hins vegar virðist líklegra að plágumar hafi latt hana fremur en hvatt.202
Þegar gnægð jarðnæðis var í boði í sveitum hafa menn síður en ella látið
eignamenn teygja sig til að setjast að við sjóinn og arðræna sig við fisk-
veiðar. Líklegra er að plágur 15. aldar hafi komið í veg fyrir að hér mynd-
uðust varanlegir fiskveiðibæir undir lok miðalda. Þegar árið 1425 segir
Hannes Pálsson hirðstjóri að Englendingar haldi sig á stað nokkrum
sem sé umflotinn vatni, og á þar vafalaust við Vestmannaeyjar, og víg-
girði hann á hverju ári eins og herbúðir.203 Ef landið hefði verið ofsetið
fólki, eins og á 19. öld, er erfitt að ímynda sér að yfirvöld hefðu getað
komið í veg fyrir að slíkar herbúðir breyttust í fiskveiðiþorp með búsetu
allt árið.
Ef við höldum að plágurnar hafi einkum bitnað fjárhagslega á klerk-
um og höfðingjum kann aftur á móti að vera ástæða til að rifja upp kenn-
ingu, sem má finna bæði hjá Birni á Skarðsá og Jóni Espólín, að fyrri
plágan hafi gert út af við sagnaritun íslendinga.204 Þorkell Jóhannes-
son ræðir þetta efni ekki, enda einkum með hugann við hagsögu. Jón
Jóhannesson hafnar kenningunni sem meginskýringu á endalokum
sagnaritunar, því á henni sjáist hnignunarmerki áður. Þó telur hann
líklegt að plágan hafi hjálpað til. „Hinir fáu lærðu menn, sem af lifðu,
hafa haft annað að gera en skrifa bækur."205 Nú mun það vera úrelt
200 Þorkell Jóhannesson: „Plágan mikla 1402-1404," 87.
201 Þorkell Jóhannesson: „Um atvinnu og fjárhagi," 50-52.
202 Á þessari skoðun örlar hjá Kristínu Bjarnadóttur: „Drepsóttir á 15. öld," 62, 64.
203 Bjöm Þorsteinsson: „Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar," 152.
204 Annálar 1400-1800 1,46. - Jón Espólín: íslands Árbækur II, [vi].
205 Jón Jóhannesson: íslendinga saga II, 156.,