Saga - 1994, Blaðsíða 125
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
123
aftur á móti skrifað íslendingasagnahandritin AM 557 4to og AM 162
c fol., og er það síðara mjög skert, aðeins ellefu blöð varðveitt.30
Guttormur Ormsson var sonur Orms lögmanns Snorrasonar (um
1320-um 1402) á Skarði á Skarðsströnd. Það var Ormur sem gaf kirkj-
unni á Skarði postulasagnahandritið Skarðsbók, sem íslenzku bankarnir
keyptu á uppboði í Lundúnum 30. nóv. 1965 fyrir 36.000 sterlings-
pund, og færðu síðar þjóðinni að gjöf. Hann hefur einnig átt stórt
nddarasagnahandrit, sem snemma barst til Svíþjóðar og var þar kallað
"bók Orms Snorrasonar" eða Ormsbók. Hún mun hafa brunnið í
Stokkhólmi árið 1697. Á henni voru Trójumannasaga, Bretasögur, Mágus
saga jarls og ellefu aðrar riddarasögur.
Þessi mikli áhugi á bókagerð meðal niðja Eiríks Magnússonar og
tengdafólks hefur verið rakinn svo rækilega hér, af því að hann gæti
verið vísbending um áhugamál Eiríks sjálfs. Það læra börnin sem fyrir
þeim er haft.
Einn frægasti atburður í Eyjafirði á þessum árum var Grundarbar-
dagi, þegar Eyfirðingar drápu Smið Andrésson hirðstjóra og nokkra
fylgdarmenn hans á Grund, 8. júlí 1361 (eða 1362). Meðal manna Smiðs
var Ormur Snorrason lögmaður á Skarði. Hann bar sig ekki hetjulega,
en náði kirkjugriðum, eins og segir í vísum um bardagann:
Frá eg stála storm Eg frétti að orrustan
mjög sturla Orm, hafi sturlað (hrætt) Orm,
þar er kyssti kyrr
kirkjunnar dyrr.
Kvað hann þurfa þess
að þylja vers,
þó er bænin bezt
honum byrgi mest.
E-t.v. hefur Ormur heitið Guði því sér til lífs að gefa kirkjunni á Skarði
Ve8lega gjöf, og því megi þakka það lífsháska hans í Grundarbardaga,
að Skarðsbók varð til.31
Stefán Karlsson: Ritun Reykjarfjarðarbókar. Bibliotheca Arnamagnæana XXX (Kbh.
1970), bis. 120-140. Sjá einkum bls. 137-38.
Hermann Pálsson segir freistandi að gera ráð fyrir því, að Ormur hafi gefið bókina,
þegar ný kirkja var vígð á Skarði árið 1363, sbr. rit hans Helgafell, saga höfuðbóls og
klausturs (Rvík 1967), bls. 142. Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol.) er af mörgum tal-
ln 8erð fyrir Orm Snorrason. Hún er rituð um 1363, eins og fram kemur í henni
sjálfri.