Saga - 1994, Blaðsíða 133
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
131
dikt syni hans tókst, með aðstoð Gísla lögmanns Hákonarsonar, að losa
um skuldirnar og útvega honum sýsluna aftur. Það verður að teljast
mjög sennilegt að í þessum þrengingum hafi Halldór gripið til þess
ráðs að selja eitthvað af eignum sínum, m.a. lausafé. Freistandi er að
hugsa sér að Magnús Björnsson frændi hans hafi þá notað tækifærið til
að klófesta Möðruvallabók, þ.e.a.s. ef Halldór var eigandi hennar. Allt
stendur heima, staðurinn, stundin og aðstaðan sem maðurinn var í.
Ef við nú hugsum okkur að Halldór Olafsson hafi átt Möðruvallabók
fyrir 1628, hvar skyldi hann þá hafa fengið hana? Erfitt er að svara því,
en benda má á að eftirsóttar skinnbækur voru afar dýrar áður en vax-
andi fátækt og fjölgun pappírshandrita felldi þær í verði.44 Það er því
fremur ótrúlegt að hann hafi keypt bókina af vandalausum. Líklegra
er að hún hafi verið erfðafé, annaðhvort frá foreldrum hans á Möðruvalla-
klaustri eða tengdaforeldrum á Grund. í báðum tilfellum var um virðu-
'egar höfðingjaættir að ræða, sem vitað er að áttu fom handrit. Raunar lá
móðir hans, Þómnn Benediktsdóttir, fyrir dauðanum þegar þetta gerð-
ist. Hún andaðist á Grund 8. september 1628, 63 ára gömul; var líkið
flutt að Möðruvallaklaustri og jarðsett þar hjá Ólafi bónda hennar.
Þórunn var föðursystir Magnúsar Björnssonar á Munkaþverá. Hér
skal gerð nokkur grein fyrir þessu fólki.
Afi Halldórs var Benedikt Halldórsson (um 1534-1604) sýslumaður
°g klausturhaldari á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann var fyrst fátæk-
ur maður, en auðgaðist svo mjög af klaustrinu að hann varð stórauðug-
ur, og hlaut viðurnefnið „hinn ríki". Benedikt var menntavinur og er
talið að hann hafi alið upp, eða a.m.k. kostað í skóla, Magnús Ólafsson
(um 1573-1636), sem síðar varð prestur í Laufási.45 Magnús var vel að
sér í fornum skáldskap og samdi á árunum 1607-9 hina svokölluðu
Lnufás-Eddu sem er soðin upp úr Snorra-Eddu. Hún er engu að síður
merkilegt rit og varðveitir efni, sem ekki er til annars staðar.46 Benedikt
44
45
46
Sjá aftanmálsgrein 6.
Páll Vídalín: Receusus poetarum et scriptorum lslandorum hujus et superioris seculi. I.
Texti (Rvík 1985), bls. 92-96. Jón Samsonarson gaf út. Hannes Þorsteinsson: Magn-
us Olafsson prestur, Laufási. Æfir lærðra manna 42.
Laufás-Edda varðveitir t.d. efni úr sérstakri gerð Snorra-Eddu, þar sem síðari hluti
Skáldskaparmála var mun fyllri en annars staðar þekktist. Þessi texti var á nokkr-
um blöðum í Wormsbók (AM 242 fol.). Nú eru aðeins tvö blöð eftir, en þau voru
fleiri þegar Magnús í Laufási hafði bókina fyrir sér. Anthony Faulkes (útg.): Two
versions of Snorra Edda I (Rvík 1979), bls. 31-32. Sjá einnig: Einar G. Pétursson:
Eddur á 17. öld. Snorrastefna (Rvík 1992), bls. 19-32, einkum bls. 21.