Saga - 1994, Blaðsíða 296
294
RITFREGNIR
alþýðuna skorti ekki annað en foringja sem kynni að virkja andúð henn-
ar á yfirboðurum sínum til að neyta aflsmunar [bls. 258].
Samkvæmt þessu rambaði Island á barmi byltingar um miðja síðustu öld og
það eina sem vantaði til að hrinda þjóðinni fram af hengifluginu var viljugur
leiðtogi. Þessi kenning verður vitanlega aldrei staðfest, þar sem byltingar-
foringinn kom ekki fram, en greinilegt er af þeim skrifum sem Aðalgeir vitn-
ar til að íslenskir og danskir embættismenn voru felmtri slegnir yfir þeim
uppreisnaranda sem virtist ríkja meðal alþýðunnar á þessum árum. Þetta æth
auðvitað ekki að koma á óvart, af því að á þessum tíma ríkti mikil óvissa um
stjórn Iandsins; engin hefð var fyrir lýðræðisstjórn á íslandi og ekki var óeðli-
legt að bændastéttin, fjölmennasta stétt landsins, áliti að með lýðræðinu yrði
embættismönnum velt úr sessi og við tæki einhvers konar alþýðustjórn.
Annað atriði sem vakti athygli mína var endurreisn Aðalgeirs á æru Trampes
greifa, sem hlotið hefur hin hraklegustu eftirmæli í íslenskri sagnaritun. Slit
þjóðfundarins þann 9. ágúst 1851 hafa greipst inn í pólitíska vitund lands-
manna sem ofríki skelkaðs embættismanns, án nokkurrar réttlætingar. En eins
og Aðalgeir sýnir rækilega fram á, gerði Trampe ekkert annað en að framfylg)3
boðum stjórnarinnar þegar hann sendi þjóðfundarmenn heim, enda var það
skýr stefna hennar að þjóðfundi ætti að slíta ef fundarmenn leyfðu sér að ræða
endurskoðun á sambandi íslands og Danmerkur (sbr. 288-89). Þessu virðast
almennir fundarmenn hafa gert sér grein fyrir, þótt að fundinum loknum hafi
forystumönnum þeirra tekist að sannfæra ýmsa danska embættismenn um að
greifinn hafi gert sig sekan um hina verstu skyssu.
Að öðru leyti fetar Aðalgeir að mestu troðnar slóðir í greiningu sinni á endur-
reisn alþingis og þjóðfundi. Aðaláhersluna leggur hann á skoðanaskipti mennt-
aðrar yfirstéttar, þ.e.a.s. álitsgerðir og skrif á milli embættismanna og annarra
framámanna í samfélaginu, enda er það hún sem hefur látið eftir sig spor i
þeim heimildum sem höfundur styðst mest við. Einkenni textans er viðleitni
höfundar til að meta efnið á sem hlutlægastan hátt og forðast að falla í gD'flu
hetjudýrkunar sem oft hefur litað skrif sagnfræðinga um þetta efni. Viðhorf
hans til Jóns Sigurðssonar eru til dæmis nokkuð blendin og hikar Aðalge>r
ekki við að gagnrýna sjálfstæðishetjuna fyrir óbilgirni í afstöðunni til Dana og
tilboðs þeirra í stjórnarskrármálinu á þjóðfundinum. „Þegar litið er yfir sogu
sjálfstæðisbaráttunnar frá upphafi til enda voru það ekki þeir sem gerðu hinar
ýtrustu kröfur sem þokuðu því áfram skref fyrir skref, heldur hinir hógværu
sem losuðu um sjálfhelduna sem sjálfstæðismálið rataði aftur og aftur í. Hja
þeim vék háleit hugsjón úr sæti fyrir raunhæfum kostum sem hægt var ao
ná", segir hann t.d. í niðurstöðukafla bókarinnar (bls. 421). Hetjurnar í frásogn
Aðalgeirs eru því ekki síður konungkjörnu þjóðfundarmennimir, sem „ætluðu
að leita að færri leið til að koma sambandi Islands og Danmerkur í höfn" (b's-
338), en fylgismenn Jóns Sigurðssonar sem sigldu málinu í strand.
Að mínu mati birtast einmitt helstu kostir bókarinnar og gallar í greiningu
Aðalgeirs á Jóni Sigurðssyni og stöðu hans í pólitík landsmanna um miðja sio
ustu öld. í kaflanum „Andblástur gegn Jóni Sigurðssyni" (bls. 229-34) hefuf
hann t.d. fundið heimildir í skjala- og handritasöfnum um framboðsraunif
Jóns Sigurðssonar árið 1850 sem varpa enn skýrara ljósi á þetta mál en hin