Saga - 1994, Blaðsíða 108
106
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
Magnússon þá bókina, en síðan hefur hún verið einn helztur
dýrgripur í safni hans, þó að ekki hafi ávallt verið vel með hana
farið. Rammleg tréspjöld eru um hana, og var hún þó tekin úr
þeim um sinn, en hefur nú verið sett í þau aftur. Þess má geta
að sumsstaðar í Laxdælu eru klóraðir á spássíu staðir sem óljósir
eru í bókinni sjálfri; það mun vera með hendi Hans Evertssonar
Wiums, austfirzks manns og góðs Islendings, þótt útlenzkulegt
sé nafnið; hann var skólakennari í Kaupmannahöfn á fyrstu
áratugum 19. aldar og lá þá í íslenzkum handritum; ýmsar upp-
skriftir eftir hann sem Finnur Magnússon átti eru nú í British
Museum, en skrifarinn hefur einatt aukið inn skýringum og
athugasemdum frá sjálfum sér, sem stundum er gaman að. En
krafsið í Möðruvallabók hefði hann mátt spara sér, þótt vafa-
laust sé í góðu skyni gert.2 3
Hér verður reynt að bæta svolitlu við lýsingu Jóns Helgasonar, og þá
stuðzt við síðari rannsóknir. Möðruvallabók er í nokkuð stóru broti,
34x24 sm. Þykkt hennar er um 12 sm, þar af eru spjöldin hvort um sig
11 mm. Spjöldin eru samstæð og mjög gömul, en þó er óvíst að þau
séu upprunaleg. Þau eru ber og skrautlaus, og eru kjalþræðirnir fimm,
sem kverin eru saumuð á, dregnir í gegnum göt á spjöldunum og fest-
ir með fleygum. A spjöldunum báðum framanverðum eru tvö göt, þar
sem gætu hafa verið spennsli eða reimar til að halda bókinni lokaðri.
Skv. lýsingu Kristinns Kdlunds í skránni um Árnasafn (1888) var Möðru-
vallabók þá enn í sínu gamla bandi, traustlegum tréspjöldum með
leðurkjöl, en kverin lágu laus. Þremur árum síðar, 1891, var búið að
setja hana í nýtt band og skipta henni í þrjár bækur. í því bandi var
hún tæp 40 ár. Þá hófst undirbúningur að Ijósprentun bókarinnar, sem
kom út 1933. Var hún þá tekin úr bandinu og ljósmynduð, og svo sett
í gömlu spjöldin aftur í maí 1928, en kjölurinn hafður ber.1
Möðruvallabók er 199 blöð og eru blöðin tölusett 1-201, en hlaupið er
2 Jón Helgason: HandritaspjaH (Rvík 1958), bls. 59 og 61-62. Hér í framhaldinu er
m.a. stuðzt við Kristian Kálund: Katalog over den Arnamagnæanske hándskrijtsamling 1
(Kbh. 1888-89), bls. 94-97. Sjá einnig inngangsritgerð Einars Olafs Sveinssonar að
ljósprentun Möðruvallabókar: Corpus codicum lslandicorum medii xvi V (Kbh. 1933),
bls. 9-23.
3 Á fremra saurblað Möðruvallabókar hefur Jón Helgason skrifað: „Genindsat i det
oprindelige bind af Anker Kyster i Maj 1928." Anker Kyster var einhver virtasti
bókbindari Dana á fyrri hluta aldarinnar. Varðandi bandið, sjá einnig tilvísun 1 og 4.