Saga - 1994, Blaðsíða 15
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
13
II. Faraldurinn: heimildir, gangur og uppruni
Um fyrri pláguna eru til tvenns konar samtímaheimildir. Annars veg-
ar er rækilega sagt frá henni í Nýja annál Enginn mun hafa efast um
að hann sé skráður af manni sem lifði þessa atburði, þótt hann virðist
ekki ritaður nákvæmlega samtímis frá ári til árs. Annállinn endar árið
1430, og hafa verið færð sannfærandi rök að því að hann hafi allur verið
skráður um það leyti; kannski hafi honum verið lokið um fimm árum
síðar.7 A Nýja annál er sá galli að hann er aðeins varðveittur í slæmu
afriti frá 16. öld, og hefur skrifari sýnilega víða mislesið forrit sitt.8
Hins vegar eru til tvö bréf, skrifuð meðan plágan stóð yfir, annað á
Grenjaðarstað í Þingeyjarþingi 25. desember 1402, hitt á Munkaþverá í
Eyjafirði 16. janúar 1403. Þar heita menn föstum, gjöfum, göngum og
bænum til að firra sig plágunni.9
Plágan er víða nefnd í yngri annálum, en aðeins einn þeirra á eftir að
koma teljandi við sögu hér á eftir, Vatnsfjarðarannáll elsti. Hann er
skráður af séra Jóni Arasyni í Vatnsfirði um miðja 17. öld, og er þar fátt
nýtt um fyrri pláguna. En ritari Jóns, séra Sigurður Jónsson í Ogur-
þingum, skrifaði handrit hans upp og bætti dálitlu við. Flest er það úr
þekktum heimildum, en á nokkrum árum um og upp úr 1400 hefur
hann talsvert efni sem finnst ekki annars staðar, og er gert ráð fyrir að
það hljóti að vera úr fomum glötuðum annál.10 Þar á meðal er fróðleiks-
brot um dauða presta í plágunni, það sem Finnur biskup notaði til að
álykta að níu tíundu hlutar fólks í Hólabiskupsdæmi hefðu fallið. Þessi
heimild er afar mikilvæg, ef henni er treystandi, vegna þess að ekkert
sýnir betur að plágan hafi gengið um flestar byggðir. Og sterkasta vís-
bendingin um að hér sé reist á samtímaheimild er að Sigurður nafn-
greinir þrjá presta sem féllu:* 11 „Andaðist séra Þórður og séra Steinmóð-
ur og séra Halldór - þeir réðu Hólabiskupsdæmi - ..." Utgefandi ann-
álsins, Hannes Þorsteinsson, segir þessa menn alla nafnkunna klerka
nyrðra, og einn þeirra, Halldór Loftsson, gerði erfðaskrá sína veikur ár-
7 Bjöm Þorsteinsson: „Síðasta íslenska sagnaritið á miðöldum," 57-59.
8 Annálar 1400-7800 I, 1-2 (Hannes Þorsteinsson). - Bjöm Þorsteinsson: „Síðasta ís-
lenska sagnaritið á miðöldum," 53-54.
9 Islenzkt fornbréfasafn III, 680-83 (nr. 569 og 571); sbr. XI, 4-6 (nr. 5).
10 Annálar 1400-1800 III, 13-14 (Hannes Þorsteinsson).
11 Annálar 1400-1800III, 23.