Saga - 1994, Blaðsíða 132
130
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
hann ekki að semja opinbert plagg, aðeins að hripa minnisgrein fyrir
sjálfan sig. Honum var fullkomlega ljóst við hvorn staðinn var átt.
Þó að líklegast sé að Magnús Björnsson hafi eignazt Möðruvallabók
við þetta tækifæri, þá má einnig hugsa sér að hann hafi merkt sér bók-
ina af því að einhver hafi fengið hana lánaða.41 En þá hefði hann trúlega
gert það á Munkaþverá, þar sem hann bjó.
Möðruvellir íHörgárdal?
Hér verða settar fram tvær tilgátur um það frá hverjum Magnús
Björnsson fékk Möðruvallabók. Hægt er að færa sterk rök fyrir því, að
hann hafi eignazt bókina í stórubaðstofunni á Möðruvöllum í Hörg-
árdal. I úttekt Möðruvallaklausturs 13. júní 1694, þegar Lárits (Lárus)
Hansson klausturhaldari tók við staðnum, er húsum staðarins lýst.42
Meðal þeirra voru: stóriskálinn, kvennaskáli, barnabaðstofa, stórabað-
stofan, litlastofan, kakalónsbaðstofa og hús kallað Svalbarði.
Hér er stórabaðstofa nefnd skýrum stöfum, að vísu 66 árum eftir að
Magnús Björnsson áritaði Möðruvallabók. En í úttektinni segir: „Stóra-
baðstofan sjálf, með þremur stafgólfum, að falli komin að veggjum og
viðum." Hún hefur því verið fomleg vorið 1694, og ber þá að hafa í
huga, að sökum hagstæðrar veðráttu munu húsakynni hafa enzt betur í
Eyjafirði en annars staðar á landinu. Þess vegna er ekkert því til fyr-
irstöðu að hún hafi verið stæðileg árið 1628. í úttekt Möðruvallaklaust-
urs frá 15. október 1722 er stórubaðstofunnar ekki getið, eflaust búið að
rífa hana, enda eru húsakynnin þá mun minni en 1694.
Fleiri rök má færa fyrir því að átt sé við Möðruvelli í Hörgárdal. Vor-
ið 1627 fluttist Halldór lögmaður Ólafsson (1584-1638) frá Grund að
Möðruvallaklaustri, en sonur hans, Benedikt Halldórsson síðar sýslu-
maður, tók við búskapnum á Grund.43 Halldór fór á þessum árum með
sýsluvöld í Skagafirði, en átti nú í miklu skuldabasli. Árið 1628 var
honum vikið frá sýslu sökum skulda, en ári síðar rættist úr þegar Bene-
41 A blað 188r hefur Magnús Björnsson ritað: „Þessa sögu á Magnús Björnsson en eng-
inn annar / hvar sem hún kemur brott." Þarna á hann við Laxdæla sögu, sem vitað
er að hann lánaði Þorláki Skúlasyni Hólabiskupi um 1640. Sjá nánar í lokakafl-
anum.
42 Skjalasafn umboðanna: Möðruvallaklaustur VII 5. Þjóðskjalasafn íslands.
43 Klemens Jónsson: Grund íEyjafirði, saga hennar (Rvík 1923-27), bls. 186 og 216.