Saga - 1994, Blaðsíða 127
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
125
dúka glitaða, bjarnfell nýtt, bríkur tvær, merki tvö og paxspjald.34
Ljóst er að Eiríkur hefur fengið í hendur mikil auðæfi eftir fráfall
tengdaföður síns 1355, og föður 1363. Má hugsa sér að Möðruvallabók
sé rituð fljótlega eftir það, og þó að Eiríkur hafi þá e.t.v. verið fluttur að
Möðruvöllum fram, þá gætu gömul tengsl fjölskyldunnar á Svalbarði
við Möðruvallaklaustur hafa valdið því að bókin var rituð þar.
Líklega verður aldrei hægt með fullri vissu að benda á það fólk sem
lét rita Möðruvallabók, og varðveitti hana fyrstu tvær aldirnar. Hins
vegar er ljóst að það hefur gert íslenzkum bókmenntum mikið gagn,
því að þekking okkar á íslendingasögum er í ríkara mæli byggð á
Möðruvallabók en nokkru öðru handriti.
Yngri hluti Möðruvallabókar
Fáir hafa orðið til að fjalla um 17. aldar blöðin, sem notuð voru til að
fylla eyðurnar í Njálu í Möðruvallabók. Þau eru þó vel rannsóknar
virði, því að vitneskja um það hver skrifaði þau gæti orðið tO að varpa
ljósi á feril bókarinnar. Eins og Jón Helgason bendir réttilega á, þá er
brot 17. aldar blaðanna öldungis hið sama sem á eldri hluta bókarinn-
ar- Við þetta bætist, að kjalgöt á ungu blöðunum virðast vera nákvæm-
lega hin sömu og á hinum gömlu, sem bendir til að þau hafi ætíð fylgt
Möðruvallabók. En ef þau eru skrifuð til fyllingar eyðunum, hvers
Vegna stenzt það sem á þau er skráð ekki á við eyðurnar? Eðlilegasta
skýringin er sú, að sá sem lét skrifa 17. aldar blöðin hafi fyrst bætt allri
Njáls sögu framan við Möðruvallabók (eða a.m.k. öllum fyrri hluta
sögunnar, aftur fyrir síðustu eyðuna). Síðar hefur einhver fjarlægt þau
blöð, sem var ofaukið, og tekið þau til annarra nota. Blað nr. 2 virðist
snemma hafa glatazt, a.m.k. er núverandi blað nr. 2 með sérstakri rit-
hendi og augljóslega skrifað til fyllingar eyðu, sem verið hefur í hand-
ritinu.
Einar Ólafur Sveinsson telur líklegt að það hafi verið Magnús Björns-
34 Önnur bríkin mun enn vera til. Hún var seinast geymd uppi á kirkjulofti á
Möðruvöllum og var keypt til Þjóðminjasafns 1913 (Þjms. 6430). Þetta er svokölluð
tyrirbrík (antemensale), sem fest var framan á altari, og er talin vera norskt verk
frá 14. öld. Matthías Þórðarson: Altaristafla frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Árbók Hins
íslenzka fornleifafélags 1913 (Rvík 1913), bls. 64-78.