Saga - 1994, Blaðsíða 121
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
119
börn, en vegna heimildaskorts er ótraust undir fæti ef benda skal á
hver þau voru. Flestir fræðimenn hafa þó verið sammála um fjögur af
börnum hans, bæði vegna þjóðfélagsstöðu þeirra og þess að nöfnin eru
fátíð og sótt í ætt Hauks. Þetta eru Erlendur Hjauksjson á Upsum í
Svarfaðardal, sem var lögmaður 1319-20; Jórunn Hauksdóttir nunna,
sem varð abbadís í Kirkjubæ um 1343 og nefndist þá Agnes; Guðni
Hauksson (d. 1378) munkur og Teitur Hauksson (d. 1381) munkur.23
Það vekur athygli að Erlendur er búsettur í Eyjafirði, hefur e.t.v. kvong-
azt þar.24 Nú er freistandi að spyrja hvort þeir Guðni og Teitur hafi
verið munkar í Möðruvallaklaustri. Andláts þeirra virðist aðeins hafa
verið getið í fornum annál frá Hólum í Hjaltadal, sem náð hefur til
1394. Sá annáll er nú glataður, en efni hans er að mestu varðveitt í ann-
ál síra Gottskálks Jónssonar (um 1524-1590) í Glaumbæ, og 17. aldar
uppskriftum.25 Þar stendur:
[1378 Andlát]... broder Gudna Hauks sonar.
[1381 Andaðist]... sira Jon primus og broder Teitur Hauksson.
Nú fór Hólabiskup með ábótavald á Möðruvöllum en hafði príor sem
umboðsmann sinn á klaustrinu. Það að Hólaannállinn skuli vera eina
heimildin um bróður Guðna og bróður Teit, bendir eindregið til að þeir
hafi verið munkar í norðlenzku klaustri, og kemur Möðruvallaklaustur
þar einna helzt til greina. Þeir hafa eflaust lært að skrifa hjá föður
sínum, og skýrist þá skyldleikinn við rithönd Hauks lögmanns. Raun-
ar má snúa röksemdafærslunni við, og nota rithöndina til að styðja það,
að annar hvor þeirra hafi verið munkur á Möðruvöllum.
Spyrja má hvort Möðruvallabók sé að einhverju leyti rituð eftir sögu-
bók úr eigu Hauks lögmanns Erlendssonar. Klaustrið átti að vísu gott
bókasafn, en minnisgreinin um Gauks sögu Trandilssonar sýnir að það
23 Jón Sigurðsson: Lögsögumanna tal og lögmanna. Safti lil sögu íslands II (Kmh.
1860-86), bls. 46-47. Jón Þorkelsson (útg.): Nokkur blöð úr Hauksbók og brot tír Guð-
mundar sögu (Rvík 1865), bls. xi. Jón Þorkelsson (útg.): íslenzkar ártíðaskrár (Kmh.
1893-96), ættarskrár I og XVII. Páll Eggert Ólason: ístenzkar æviskrár II (Rvík 1949),
bls. 328.
24 Gizkað hefúr verið á að Oddur Erlendsson, sem nefndur er síðastur í jarðakaupabréfi
frá Þingeyrum 1373, hafi verið sonur hans. Sbr. Páll Eggert Ólason: íslenzkar ævi-
skrár I (Rvík 1948), bls. 438. „Höndin á þessu bréfi er með krókum og óþarfastrik-
um út úr stöfunum, á mynd sem norsk hönd, þó í settara lagi" segir Árni Magnús-
son. ístenzkt fornbréfasafn III (Kmh. 1890-96), bls. 275-76.
25 Gustav Storm (útg.): Islandske annaler indtil 1578 (Christiania 1888), bls. xxv-xxxii
°g 364. Ljóspr. í Osló 1977.