Saga - 1994, Blaðsíða 57
PLÁGURNAR MIKLU Á ÍSLANDI
55
Hefði rotta átt að breiða plágumar um landið á 15. öld nægði ekki
annað en að hún væri um nánast allar byggðir landsins, og það er
óhugsandi. Þá yrði að gera ráð fyrir að hún hefði dáið út milli 15. og 17.
aldar, og hvemig hefði það átt að geta gerst, án þess að brúna rottan
rýmdi henni út? Plágurnar hafa ekki útrýmt henni. í fyrsta lagi er lítið
sagt frá rottudauða í frásögnum af síðmiðaldaplágunni í Evrópu.153 í
öðru lagi hefði rottan þurft að bera fyrri pláguna til Vestfjarða, og þar
hefði seinni plágan skilið hana eftir. Rottupestir eru sagðar ganga mest
a sumrin í heitu og röku lofti, en rottufló leggst í dvala í vetrarkuld-
um.154 En á Islandi eru öruggir vitnisburðir um að báðar plágurnar
gengu af fullum krafti um hávetur (II. kafli). Loks má segja að það
þurfi afar mikla trúgimi á vísindalegar niðurstöður til að taka gott og
gilt að plágan hafi borist með rottum um allar byggðir íslands, ekki
iýrir einstaka röð tilviljana, heldur fyrirstöðulaust á einu eða tveimur
arum. Hvernig átti húskært dýr eins og svarta rottan að ferðast yfir
stórfljót og fjallvegi, yfir Hvítá/Ölfusá, Þjórsá, Skógasand og Mýr-
dalssand, norður yfir Holtavörðuheiði, eða austur yfir Laxárdalsheiði,
eða austur á Fljótsdalshérað, hvort sem hún kom að sunnan eða norðan?
A Íslandi hafði hún ekkert farartæki þægilegra en bagga á hestum.
Eftir að rottuflóasmit hefur verið útilokað eru tvær kenningar eftir
um smitleiðir pláganna: að þær hafi verið kýlapestir sem mannaflær
fluttu á milli manna, og að þær hafi verið hreinar lungnapestir sem
bárust frá manni til manns. Önnur mótbára Per Oeding gegn lungna-
pestinni, að hún hefði átt að valda meira en þriðjungs mannfalli, er úr
sógunni, því hér hafa verið færðar líkur að því að plágumar hafi drepið
að minnsta kosti helming íbúa þar sem hún gekk, kannski 60-70%
(IV.-V. kafli). Hina mótbáru hans, að erfitt sé að hugsa sér lungnapest
haga sér eins og heimildir segja að plágan hafi gert á íslandi, hafði Jón
Steffensen þegar komið auga á, en leyst vandamálið með því að gera ráð
fyrir pestarsmiti úr fötum.155 Þar er komið að of læknisfræðilegu álita-
naáli fyrir okkur. Tvennt bendir á hinn bóginn frekar til lungnapestar.
Annað er það að hvergi í heimildum er getið um kýli á þeim sem sýkt-
ust. Hitt er það sem Jón Steffensen benti á, að plágunum er jafnan lýst í
153 The Cambridge World History ofHuman Disease, 277 (Ynez Violé O'Neill).
154 The Cambridge World History of Human Disease, TJT (Ynez Violé O’Neill). - Jón
Steffensen: Menning og meinsemdir, 320.
155 Jón Steffensen: Menning og meinsemdir, 338.