Saga - 1994, Blaðsíða 274
272
RITFREGNIR
hlutinn, skemmtileg er greinargerðin um stíl sem tíðkast í riddarasögum (205
o.áfr.). Þar sem TT hættir að gera grein fyrir efni einstakra sagna og kenn-
ingum fræðimanna um hitt og þetta en fer að skrifa persónulegar kemst hann
reglulega á flug. Með góðum rökum spyrðir hann saman „yngri" fornaldar-
sögur og frumsamdar riddarasögur og tekur fyrir rómönsuna (bls. 218 o.áfr )
og er mikill fengur, bæði fróðleikur og skemmtun, í þeirri útlagningu allt til
loka kaflans.
Þó má sakna eins atriðis úr kaflanum um Kynjasögur. TT hefði mátt lita a
formála og eftirmála Gðngu-Hrólfs sögu. Þar er á gamansaman hátt gerð skýr
og opinská grein fyrir því hvernig saga á borð við Göngu-Hrólfs sögu verður ti
og hvern tilgang fornaldarsagan hefur. Eitthvað af ábendingum hins forna
rithöfundar hefði hæft ágætlega á gráum fleti í bókmenntasögunni.
Lokaorð kaflans um Kynjasögur... er um rómönsuskrif á íslandi. Niður-
staðan er nokkuð svipuð og hjá höfundi Göngu-Hrðlfs sögu sem vitnað var ti
hér að framan.
Kafli Sverris Tómassonar, Trúarbókmenntir í lausu máli á síðmiðöld, er
kannski helsti „sérfræðingatextinn" í Bókmenntasögu II. Það liggur greinileg3
mikil vinna og mikil könnun að baki þessa kafla sem er vandaður frá uppba
til lokaorða.
Ef einhvers staðar mætti fetta fingur út í ábendingar Sverris er það a b •
258: „Guðmundur virðist hafa verið hallur undir fátæktarhugsjón Fransiskana
eða annarra betlimunkahreyfinga í byrjun 13. aldar ..." Hér má benda a a
Guðmundur Arason var á undan heilögum Fransiskusi svo að nærtækara ý
að framferði Guðmundar birti sameiginlega hugmynd „annarra betlimunka
þ.e. almenna óánægjuhreyfingu innan kirkjunnar. En boðskapur Fransiskus
arreglu kann hins vegar að hafa haft áhrif á framsetningu ævisögunnar e
dauða byskups. . .
Kafli Vésteins Ólasonar, Kveðskapur frá síðmiðöldum, er mikil samante
um sundurleitt efni: trúarkvæði, rímur, þjóðkvceði með rætur til miðalda - sagna
dansa, veraldleg kvæði og samfélag við lok miðalda.
Rímurnar fá fyrsta þátt kaflans og er það að vonum. Þó þykja undirntu
rímur verða út undan í bókmenntasögunni. Hinar fornlegu rímur, sem ^
greindar eru, Ólafs ríma helga, Þrymlur, Skíðaríma og Skáld-Helga rtinur,
nokkuð ólíkar því sem rímur urðu upp úr siðskiptum þegar þær náðu tu
blóma með langa mansöngva, dýra bragarhætti og ýktar eða skrautlegar y
ingar. Helst er komið að slíkum ævintýrarímum í undirkaflanum Kapparin
um (342-47). nJst
Upptök rímna eru rakin til erlendra fyrirmynda (333-35) þótt ekki
nákvæmar fyrirmyndir, og þær bornar saman við rímaðar rómönsur
munu hafa sömu frásagnaraðferð. VÓ nefnir að þar megi og finna rímna ‘
stafhendan hátt og í enskum kveðskap einnig ferskeytt (334). Þessir
hafa vísast tíðkast mun víðar; vitna má í Carmina Burana, verk nútirna
skáldsins Orffs, sem flutt hefur miðaldakveðskap inn í hljómflutningsta? n n^
tímamanna. Þar má m.a. heyra í söngtextum ferskeytluhátt á latínu (a
óstuðlaðan):