Saga - 1994, Blaðsíða 166
164
KRISTJÁN SVEINSSON
einnig við Grænlandsmál um þetta leyti, en hann var þá í jarðabókar-
gerð á Islandi og fékk þau fyrirmæli þangað að setja saman greinargerð
um helstu rit um Grænland sem honum væri kunnugt um.8
Skoðanir og álitsgerðir sagnaritarans og skólameistarans munu ekki
hafa haft ýkja mikil áhrif á danska konungsvaldið um það leyti sem
þær komu fram. Danir áttu nóg með sitt í Norðurlandaófriðnum mikla,
sem stóð árin 1700-1721, en Danir og Norðmenn drógust inn í styrjöld-
ina árið 1709, og hugði konungur þeirra ekki á landvinninga að svo
stöddu. Öðru máli gegndi um eldhugann Egede. Hann tók fegins
hendi við hvers kyns vitneskju um Grænland, staðráðinn í að koma á
góðri kristni meðal vanræktra afkomenda norrænu landnemanna, sem
hann áleit að enn byggju á Grænlandsströndum, og hefur verið leitt
traustum getum að því að hann hafi a.m.k. kynnt sér rit Arngríms
skólameistara áður en hann afréð ferð sína.9
Eftir að Norðurlandaófriðnum slotaði hófu dönsk stjómvöld að sýna
Grænlandi áhuga. Sennilega einkum vegna þess að hollenskir hval-
fangarar sóttu í vaxandi mæli á hvalamið við landið, en Danir töldu
það heyra til áhrifasvæði sínu þótt þeir hefðu ekki sýnt því neina rækt-
arsemi um langan aldur. Akveðið var að setja á stofn nýlendu Dana-
konungs á Grænlandi árið 1728, og hlaut hún nafnið Góðvon, „Godt
Haab", en þar heitir nú Nuuk. Enn hafa menn því haft trú á háttum
Eiríks rauða, landnámsmanns á Grænlandi, við nafngiftir þar í landi.
Nýlendustofnun á Grænlandi var vitaskuld markleysa nema þang-
að flyttist fólk úr löndum Danakonungs, en líklega hafa Danir ekki
talið sig eiga á góðu von í Góðvon, því þeir tóku ekki í mál að flytjast
vestur þangað. Varð þá úr að afdankaður foringi í landher Dana var
gerður að landstjóra í nýlendunni og honum fengið 20 manna lið
óbreyttra hermanna til fylgdar. Að svo búnu var í skyndingu komið a
hjónaböndum tíu kvenna úr kvennafangelsi ríkisins, Barnahúsinu i
Kaupmannahöfn, og jafnmargra refsifanga hersins. Var þetta fólk og
tveir refsifangar að auki sent til vistar á Grænlandi vorið 1728.10
Líklega hefur dönskum stjórnvöldum þótt sem almenningur i
Danmörku væri heldur sinnulítill um landnámið vestan hafs og litlar
líkur á að það gæti tekist með svo fáu fólki, enda herjuðu sóttir og óar-
8 Gad, Finn: „Indledning," bls. 21.
9 Politikens Danmnrkshistorie. Grmland, bls. 144.
10 Politikens Danmarkshistorie. Grenland, bls. 154-55.