Saga - 1994, Blaðsíða 309
RITFREGNIR
307
Jón Guðnason: UMBYLTING VIÐ PATREKSFJÖRÐ 1870-
1970. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 32. Reykjavík 1993. 112
bls. Skrár.
Undanfarin tíu til fimmtán ár hefur mikil gróska ríkt í rannsóknum á íslenskri
byggðasögu. Fjölmörg sveitarfélög víða um land hafa ráðið sagnfræðinga til
starfa og mun óhætt að fullyrða, að engin ein grein sagnfræðinnar hafi á þess-
um tíma brauðfætt jafnmarga sagnfræðinga og byggðasagan. Afraksturinn er
hinar fjölmörgu héraðs- og kaupstaðasögur, sem út hafa komið á undanförn-
um árum.
Bók Jóns Guðnasonar, sú sem hér er til umfjöllunar, hlýtur að teljast til
hyggðasögu, en er þó gjörólík þeim ritum, sem áður voru nefnd. Hér er engin
hlraun gerð til þess að lýsa í smáatriðum myndun þéttbýlis við Patreksfjörð og
þaðan af síður er fjallað um daglegt líf fólks, stofnanir, félög o.s.frv.
Tilgangur höfundar er, eins og fram kemur í formála, að lýsa þeirri at-
vinnubyltingu, sem átti sér stað á Patreksfirði, í hinum forna Rauðasands-
hreppi, á tímabilinu 1870-1970. Jón afmarkar efni sitt mjög þröngt, fjallar
aðeins um meginþætti atvinnulífsins, sjávarútveg og verslun, og um áhrif
þeirrar þróunar, sem þar átti sér stað, á byggðina. Meginatriði hennar voru að
þéttbýli myndaðist og efldist á Vatneyri og Geirseyri (Patreksfirði), en byggð
dróst saman á Rauðasandi samfara því sem útgerð þar veslaðist upp.
Sterk rök má færa fyrir því að fáir staðir á landinu hefðu hentað jafn vel og
Rauðasandshreppur hinn forni til að kanna og greina áhrif þess er kapítalískir
framleiðslu- og rekstrarhættir leystu gamla bændasamfélagið af hólmi. Eigin-
le§f þéttbýli á Patreksfirði er tiltölulega ungt og myndaðist að verulegu leyti
sem svar við starfsemi öflugra útgerðar- og verslunarfyrirtækja. Þar voru
lengst af eitt eða tvö stór fyrirtæki, sem stóðu fyrir mestum hluta atvinnu-
rekstrar á staðnum og veittu miklum hluta íbúanna vinnu. Fyrstu stórfyrir-
^kin á Patreksfirði voru IHF og Milljónafélagið, en síðan tóku þeir Pétur A.
Olafsson og Ólafur B. Jóhannesson við og var fyrirtæki hins síðamefnda rekið
allt fram til 1971, þótt starfsemi þess væri að vísu ekki svipur hjá sjón síðustu
ann. Lengst af var rekstur fyrirtækjanna á Patreksfirði með myndarbrag, togara-
utgerð stóð þar traustum fótum og uppbygging var oft bæði mikil og hröð.
Jón Guðnason rekur sögu stærstu fyrirtækjanna á Patreksfirði, en eyðir þó
^ýnu mestu rúmi í umfjöllun um fyrirtæki Ólafs Jóhannessonar og sona hans.
ann greinir alla meginþætti í rekstrinum, lýsir aðstæðum og sýnir glöggt
jrarn á mikilvægi fyrirtækisins fyrir allt atvinnulíf á staðnum. Þá er og fróð-
Sur kafli um vinnuaflið, um samstarf og samskipti verkalýðs og vinnuveit-
er|da og annar einkar fróðlegur og greinargóður þáttur er um vélvæðingu
lskiskipa og fiskvinnslu.
Sérstakur kafli er um þróun mála á Rauðasandi, svo sem til samanburðar
1 það sem gerðist á Patreksfirði. Þar er vakið máls á mjög athyglisverðum
sPurningum, spurningum sem óhjákvæmilega hljóta að teljast sérstakt rann-
narverkefni og koma til með að draga að sér athygli þeirra, sem fást við ís-
nska byggðasögu á næstu árum og áratugum.