Saga - 1994, Blaðsíða 137
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
135
Vatnsfjörður við Djúp, 1570 og 1587. (DI15, 567 og 14,399).
Holtastaðir í Langadal, 1567. (DI 14, 592)
Reynistaður, 1692. (Þjsks. Steinklefi XVI, 4).
Glaumbær?, 1550-60. (DI11,195).
Bægisá í Öxnadal, 1632. (Bréfabók Þorláks Skúlasonar, 53).
Möðruvallaklaustur, 1694. (Sjá áður).
Mikligarður í Eyjafirði, 1577. (Bréfabók Guðbrands Þorlákssonar, 144).
Munkaþverá, 1519 og 1724. (DI 8, 687 og Þjsks., Munkaþv.kl. VII, 7).
Laufás, 1559. (DI 13, 406).
Skriða í Skriðuhverfi (Rauðaskriða), S.Þing., 1561. (DI 13, 667).
Skriðuklaustur, 1598. (Safn til sögu íslands 1,95).
Allt eru þetta höfuðból, aðsetur sýslumanna og kirkjuhöfðingja. Möðru-
vellir í Eyjafirði gætu vel fallið í þann flokk, því að þar hafði verið sýslu-
rnannssetur fram yfir siðaskipti, og e.t.v. stór húsakynni þar frá þeim
tíma. En ef við hugsum okkur að Magnús Björnsson hafi eignazt
Möðruvallabók hjá móður sinni vorið 1628, þá verður tæpast bent á
neitt sérstakt tilefni fyrir þeirri gjöf. Bókin gæti þó hafa verið uppgjör
á föðurarfi hans, eða endurgjald fyrir aðstoð. Þetta var reyndar harð-
indavor með óvenju miklum hafís, og gæti Magnús hafa hlaupið undir
bagga á erfiðum tímum, enda var hann búmaður og jafnan vel birgur
þó að hart væri í ári.
Ef Elín Pálsdóttir hefur átt bókina, þá eru mestar líkur til að hún
hafi verið ættargripur. Koma þá tveir kostir til greina. Annars vegar
gæti bókin hafa verið úr eigu Björns Benediktssonar, eiginmanns Elín-
ar, og ber þá að rekja feril hennar til Benedikts ríka Halldórssonar á
Möðruvallaklaustri, sem kominn var í beinan karllegg af Páli Brands-
syni sýslumanni á Möðruvöllum fram. Einnig má hugsa sér að Elín
hafi fengið bókina eftir foreldra sína, Helgu Aradóttur og Pál Jónsson
frá Svalbarði á Eyjafjarðarströnd, sem síðar var kallaður Staðarhóls-Páll.
Þau voru stórauðug, ekki sízt Helga, og áttu forn handrit. Líkur benda
að Konungsbók Grágásar (Gl. kgl. sml. 1157 fol.) hafi verið í þeirra
eigu.
Möðruvellir í Eyjafirði höfðu um langan aldur fylgt ætt Helgu Ara-
dóttur. Allt fram yfir siðaskipti hafði jörðin verið í eigu og ábúð niðja
Lofts ríka Guttormssonar og lengst af sýslumannssetur. Þar höfðu búið:
Loftur ríki Guttormsson, d. 1432.
Þorvarður Loftsson, d. 1446.