Saga - 1994, Blaðsíða 284
282
RITFREGNIR
sleggjudóma um margt. Og þá ber auðvitað að hafa í huga að hér skrifar sagn-
fræðingur í sagnfræðitímarit og vill einkum leggja mat á hverju bókin (og þar
með mót mannfræði og sagnfræði) eykur við skilning hans á íslenskri sögu
þjóðveldistímans.
Eg fékk í vetur bréf frá amerískum manni sem ég þekki ekkert, þar sem
hann lætur í ljós þá skoðun að mannfræði innihaldi nú á dögum óafsakanlegt
magn af bulli. Hann segist vera hættur að lesa mörg helstu tímarit í mann-
fræði vegna þess að hann geti ekki lengur metið hvort greinar þeirra seu
meintar sem grín eða alvara. Ekki vil ég hafa þessi orð um greinarnar í Froin
sagas to society, en tilfinninguna þekki ég. Sú mannfræði sem hefur sprottið
upp af mismunandi blöndum af formgerðarstefnu og táknfræði virðist iðulega
svo hömlulaus í túlkunum á textum að afraksturinn verður enginn annar en
túlkunarverkið sjálft; það orkar hvorki sem þjónusta við textann né trúleg
mynd af sögulegum veruleika. Gildi verksins er þá komið undir því einu að
túlkunin sé fögur bygging, og oft stenst hún hvorki samanburð við textann ne
þann veruleika sem sagnfræðingum finnst trúlegur og athyglisverður.
Þessi lýsing á að mínu viti einkum við eina grein í bókinni, tilraun sem
norski mannfræðingurinn Knut Odner gerir til að túlka frásögn Eyrbyggj11 ^
Þórgunnu hinni suðureysku og mögnuðum reimleikum að Fróðá á SnaefellS'
nesi. Odner vinnur hér í framhaldi af hugmyndum sem Aaron Gurevitsj
Kirsten Hastrup hafa sett fram um andstæður Miðgarðs og Utgarðs og samsvar-
andi andstæður innangarðs og utangarðs í hugmyndaheimi Islendinga. I Þor-
gunnu sögu finnur hann auk þessarar fjölmargar andstæður; líf:dauði, bæjar
hús:óbyggð, sjórdand, íslendingar:útlendingar, karlar:konur og svo framveg-
is. Önnur atriði miðla á milli andstæðnanna; nautsrófa með selshári í skreiðar-
hlaðanum á Fróðá miðlar þannig á milli lands og sjávar, Þórgunna á milli karla
og kvenna. Þessar andstæður sér höfundur síðan í tengslum við sögulegao
veruleika á ritunartíma sögunnar um miðja 13. öld.
Það kemur skýrt fram hjá Odner að hann gerir ekki ráð fyrir að höfundur
Eyrbyggju hafi sett þessar andstæður upp í því skyni að túlka veruleika.
assume that they contain unconsciously coded messages", segir hann (m _
Og meginboðskapurinn reynist vera fremur hversdagslegur í samanburði vi^
þessa mögnuðu sögu, að íslenskt samfélag var "man-made", þ.e. búið til 3
karlmönnum (135).
í vissum skilningi eru þessar andstæður auðvitað í sögunni; orðin sen’
Odner sér sem andstæður standa þar flest eða öll. En þær eru þar ekki seni
tákn af ásetningi þess eða þeirra sem sömdu söguna. Það er mannfraeðingur
inn sem gefur þeim tákngildi, og hann getur aðeins gefið þeim gildi sem ta
fyrir eitthvað sem hann veit, vegna annarra heimilda, að hafi verið eða gerst <
söguritunartímanum. Draugasagan bætir því engu við um veruleikann sem
hún á að tákna. Er Odner þá að kanna sálardjúp söguhöfundar, hvernig “
vitund hans vann? Ef svo er þykir mér hann meira en lítið bjartsýnn. n
stæða finnst mér líka að túlkunin bæti söguna af Fróðárundrum sem sö§u
Töfrar hennar eru einmitt þeir hve óvænt og órökrétt undrin eru. Þá sten ^ ^
ekkert eftir annað en eigin fegurð túlkunarinnar, og þar er komið að algc
smekksabiði sem lítið þýðir að ræða. Ég gef ekki mikið fyrir hana.