Saga - 1994, Blaðsíða 291
RITFREGNIR
289
því stóðu Hilmar Stephensen og Ólafur Halldórsson, en seinasta bindið sem
Jón Sigurðsson stóð að var 17. bindið, sem kom út 1877. Langsamlega stærsti
hluti skjalanna er frá seinustu 150 árunum, því fyrsta bindið innihélt skjöl frá
1096 til 1720 og þar af leiðandi ná hin tuttugu yfir árin 1721 til 1874. Eins og
kom fram í titli er skjalaútgáfan í Lovsamling for lsland ekki tæmandi og í
Kongelige Allernaadigste Forordninger og aabne Breve som til Island ere udgivne,
sem kom í þremur bindum á árunum 1776 til 1787 í útgáfu Magnúsar Ketils-
sonar sýslumanns í Búðardal á Skarðsströnd, er ýmislegt sem ekki er prentað
annars staðar. Tvö fyrri bindi þessa verks komu út í Hrappsey, en það seinasta
1 Kaupmannahöfn, og er rétt að segja að upplýsingabyltingin, sem talin er ein-
kenna þjóðfélag vorra tíma, hafi á Islandi hafist á eyju á Breiðafirði.
Nú verður rætt um það rit sem telja má að farðabréfin séu eins konar fram-
hald af, íslenzkt fornbréfasafn. Um útgáfu I. bindis sá Jón Sigurðsson og kom
fyreta hefti út 1857, annað 1859, þriðja 1862, en fjórða og síðasta hefti þess bind-
>s árið 1876. Var það mjög vel unnið með miklum inngöngum um hvert skjal.
Eftir það lá Fornbréfasafnið niðri um skeið, en þá kom að því sá maður sem
lengst og mest þokaði því fram, og er sá sem hefur allra manna mest unnið að
því að gera heimildir um sögu íslands á fyrri öldum aðgengilegar, Jón Þor-
kelsson þjóðskjalavörður, sem oft var nefndur Jón forni. Að hans eigin sögn í
formála II. bindis Fornbréfasafns má rekja upphaf áframhalds hans til ársins
1886, „að eg fór þess á leit, að fá fé til þess að halda útgáfunni áfram, og studdu
það ýmsir góðir menn". Jón Þorkelsson Iét svo sannarlega ekki sitja við orðin
tórn, því að fyrsta hefti II. bindis kom út þegar árið 1888 og bindi þessu var
lokið með registri árið 1893. Það sama ár var búið að prenta allan texta III. bind-
ls/ en útkomu þess lauk 1896 og var slíkur hraði á útgáfunni meðan Jóns forna
naut við. Styrks naut útgáfan úr ríkissjóði Dana allt til 1919, en þá var kominn
ut meira en helmingur alls sem út hefur komið af Fornbréfasafninu.
Um störf Jóns Þorkelssonar að þessari miklu útgáfu farast samstarfsmanni
hans, Hannesi Þorsteinssyni, svo orð:
Er ekki að orðlengja um það, að á þeim 37 árum, er dr. Jóni auðnaðist að
vinna að þessu nytsemdarverki, voru gefin út 10 stór bindi með ná-
kvæmu registri við þau öll, nema hið síðasta, er enn hefur ekki samið
verið. Varð aldrei til muna hlé á útgáfunni nema árin 1919,1920 og 1921
(og 1922), en þá voru gefin út 4 hepti af Bréfabók Guðbrands biskups,
merkisriti, er félagið þyrfti að ljúka sem fyrst. 1922 kom út registrið við
10. bindi Fornbréfasafnsins og 1923 1. hepti 12. bindis, sem allt eru
viðaukar við fyrri bindin, og var það síðasta heptið, sem dr. Jón sá um
til prentunar af stórvirki þessu, sem nú er komið fram í miðja 16. öld
(til ársloka 1550) í 11 bindum alls. En mér er kunnugt um, að hann
hafði nær þaulsafnað bréfum í útgáfuna til 1570 og að miklu leyti til
1580, og raðað öllu í rétta tímaröð, svo að það verður tiltölulega létt
verk að sjá um framhaldsútgáfuna til þess tíma, því að ekki getur
komið til mála, að hætt verði nú við jafnmikið nytsemdarverk, sérstak-
lega þá er handritið er svo að segja á reiðum höndum um næsta 20 ára
bil. Það er óþarft að lýsa hér nánar gagnsemi Fornbréfasafnsins fyrir
sögu vora (Skírnir 98 (1924) 11).
19-Saga