Saga - 1994, Blaðsíða 206
204
KRISTJÁN SVEINSSON
heima."133 Að ferðarlokum dró hann svo reynslu sína af landi og þjóð
saman á eftirfarandi hátt: „Grænland er mikið land, tuttugu sinnum
stærra en ísland. Náttúra þess er hrikafögur. Þar býr ein ágætasta þjóð
heims og er ég ekki einn um þá skoðun, fólk sem enn geymir eðliskosti
hinnar óspilitu manneskju jarðarinnar með langa og merka sögu að
baki."134
Steindóri Steindórssyni þótti víða fagurt á Grænlandi, einkum veitti
hann því athygli hve tignarleg fjöllin voru:
Hvergi þar sem ég hefi komið hef ég séð stórfenglegri og fegurri
fjöll, hvorki í Klettafjöllum Ameríku eða Ölpunum. Og satt að
segja verða íslensku fjöllin í allri sinni tign og fegurð lágkúruleg
hjá hinum grænlensku tindastólum, sem flestir eru yfir 1500
metrar og margir hæstu tindarnir yfir 2000 metrar á hæð.135
Þá veitti hann því einnig athygli hversu gróður var sums staðar fagur,
og þótti „dásamlega fallegt" að horfa út eftir Eiríksfirði.136
Sveini Sæmundssyni, fyrrum blaðafuiltrúa, þótti einnig fagurt a
Grænlandi þó vissulega væri þar kuldalegt: „Hér ræður hin kalda feg'
urð ríkjum. Jafnvel á sólheitum sumardegi er kuldalegt um að litast.
Hér finna þeir, sem flýja hita suðurlanda, umhverfi við sitt hæfi, fag'
urt, ögrandi og tignarlegt."137
V. Samfella og sundurgerð í viðhorfum
íslendinga til Grænlands og Grænlendinga
Nokkur atriði mynda samfellu í hugmyndum Islendinga um Graen-
land allt frá því Danir hófu afskipti af því 1721 og fram á síðustu ár.
Þar er fyrst að nefna að búseta norrænna manna í landinu virðist hafa
mótað hugmyndir íslendinga um landið og íbúa þess að verulegu leyú
allt frá því á öndverðri 18. öld og fram til okkar daga.
Þá virðast langflestir þeirra íslendinga, sem dvalið höfðu á Graen
133 Ási í Bæ: Granninn í veslri, bls. 5.
134 Ási í Bæ: Granninn ívestri, bls. 124. .
135 Steindór Steindórsson: „Frá Grænlandi", Heima er besl 31. árg. 11.-12. tbl. 09
bls. 367. .
136 Steindór Steindórsson: „Frá Gráenlandi", Heima er best, 31. árg. 7.-8. tbl. 09
bls. 239,240. — Heima er best, 31. árg. 11,—12. (1981), bls 370.
137 Sveinn Sæmundsson: Fullhugar á fimbulslóðum, bls. 8.