Saga - 1994, Blaðsíða 217
FRÁSAGNIR VESTUR ÍSLENDINGA
215
sköpuðust landþrengsli og tók fyrir möguleika á fæðuöflun, og
þá var ekki um annað að ræða en að yfirgefa Island. ...I Norður
Dakota settust þau að norður af Hallson,15 elstu versluninni í
byggðinni, það er sem næst 10-12 mílum norður af Cavalier.16
Þar tóku þau heimilisréttarland. Síra Páll Þorláksson hafði
kannað landið og taldi það kjörið fyrir Islendinga til þess að
nema, en þá var töluverður hópur þeirra kominn vestur. For-
eldrar föður míns fóru fyrst til Nýja íslands, nálægt Gimli, og
síðar til Winnipeg og loks þaðan til Norður Dakota. Foreldrar
móður minnar höfðu um sex ára skeið staðnæmst í Nova Scotia,
síðan farið til Duluth17 og loks þaðan til Norður Dakota. ...Þau
voru bændafólk meðan þau voru þar, þó að afi minn væri
ólærður læknir, ef svo mætti að orði komast, og aðstoðaði konur
við fæðingar rétt eins og ljósmóðir og stundaði fólk með ýmsa
sjúkdóma, sem hann kunni deili á og átti meðöl við.18
Foreldrar föður míns komu til Kanada og námu land við Gimli
á strönd Winnipegvatns. Þau voru meðal fyrstu landnemanna
sem þangað komu - 1. september 1876.19 Frá Winnipeg var
farið með fljótapramma niður eftir Rauðánni. Ekki veit ég hvem-
ig þau komust þetta, þegar ég hugleiði það. Drottinn hlýtur að
hafa verið í verki með þeim. ...Hingað komum við sumarið 1889,
árið sem Norður Dakota varð sérstakt ríki. Ég var hálfs fjórða
árs. Móðuramma mín, móðir mín, faðir minn, frænka mín og
fjögur börn komu saman. Þau langaði til að bæta kjörin. Þau
höfðu heyrt af þessu dásamlega landi, og svo margir vinir
þeirra voru á förum að nærri stappaði að það gengi eins og far-
aldur, þið kannist við slíkt. Við komum frá austanverðu Islandi.
Fyrst komum við til Pembinasýslu, nálægt Akra - við kölluðum
það Sandhæðimar. Þar vorum við til 1894, þegar við fluttumst
til Mouse River ásamt nokkrum öðrum fjölskyldum. Við fórum
H Sjá aftanmálsgrein 10.
16 Sjá aftanmálsgrein 11.
17 Sjá aftanmálsgrein 12.
18 William E. Dinusson, samtal 14. júní 1976, Northwest Minnesota Regional
History Center, Moorhead, Minnesota S798.
19 Sjá aftanmálsgrein 13.