Saga - 1994, Blaðsíða 131
MAGNÚS BJÖRNSSON OG MÖÐRUVALLABÓK
129
s°n lögmaður eignazt bókina við þetta tækifæri, en hann bjó þá á
Munkaþverá, ekki allfjarri Möðruvöllum. Það virðist vera almennt við-
urkennt meðal fræðimanna að bókin sé kennd við Möðruvelli í Eyjafirði,
ekki Möðruvelli í Hörgárdal. Þannig segir Einar Ólafur Sveinsson í
inngangsritgerð með ljósprentun Möðruvallabókar (1933), í lauslegri
Þýðingu:
Það er freistandi að útskýra hina óvenjulegu nákvæmni áritun-
arinnar á þann hátt, að þá hafi Magnús eignazt handritið, en
það þarf alls ekki að vera, og það er öldungis óvíst hvemig
hann komst yfir það, eða frá hverjum hann fékk það. Hér er
ekki einu sinni tekið fram hvort með nafninu Möðruvellir sé átt
við Möðruvelli í Eyjafirði eða Möðruvelli í Hörgárdal, en þegar á
það er litið að fjölskylda Magnúsar átti fyrmefndu jörðina, þá er
líklegra að vísað sé til hennar.38
Eins og fyrr er sagt fjallar Jón Helgason prófessor um Möðruvallabók í
Handritaspjalli sínu (1958), en lætur þess ógetið við hvora Möðruvell-
lna muni átt. Stefán Karlsson handritafræðingur segir hins vegar í
hinni ítarlegu umfjöllun sinni um ritun og sögu Möðruvallabókar
(1967) að líklega hafi Magnús ritað nafnið sitt í hana á Möðruvöllum í
Eyjafirði. Loks má nefna að í íslensku alfræðiorðabókinni, sem gefin var út
1990, er stutt grein um Möðruvallabók, þar sem fullyrt er að hún sé
kennd við Möðmvelli í Eyjafirði.39
Þetta er þó alls ekki hafið yfir vafa. í samtali við undirritaðan benti
Stefán Karlsson að vísu á að Magnús Bjömsson hefði líklega tekið öðm-
Vl'si til orða, þegar hann áritaði Möðmvallabók, ef hann hefði átt við
Möðruvelli í Hörgárdal. Möðruvellir án auðkenna bendi frekar til
Möðmvalla í Eyjafirði. Mörg dæmi má þó finna um að fyrmefnda
jörðin sé án auðkenna í skjölum, t.d. er getið um prestinn á Möðruvöll-
Urn í skjali frá því um 1636, en kunnugir vissu að Möðruvellir í Eyja-
firði voru ekki prestssetur.40 Þegar Magnús áritaði Möðruvallabók var
38 Einar Ólafur Sveinsson (útg.): Möðruvallabók. Corpus codicum Islandicorum mcdii
xvi V (Kbh. 1933), bls. 22.
39 íslenska alfræðiorðabákin II (Rvík 1990), bls. 546. Þar segir: „Fyrsti þekkti eigandi M
var Björn Magnússon lögmaður sem merkti sér hana að Möðruvöllum í Eyjafirði
1628 og dregur bókin nafn sitt af því." Að sjálfsögðu á að standa þarna .Magnús
Björnsson'. Sama villa gengur aftur í íslenskri bókmenntasögu II (Rvík 1993), bls. 40.
“W Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar (Rvík 1979), bls. 84.
9~SAGA