Saga - 1994, Blaðsíða 317
RITFREGNIR
315
ákveði ekki hvort þeir þurfi eitthvað. Annaðhvort þurfa þeir þess eða ekki. En
einnig getur verið, að mönnum finnist þeir þurfa einhvers.
Það var alkunna að Jónas var hreinn hafsjór af skemmtilegum sögum, sem
hann kom oft að í máli sínu, ræðu, riti eða samtölum. Mig langar til að nota
þetta tækifæri til að skila einni þeirra áfram.
Þegar Jónas var í Ruskin College í Oxford varð hann eitt sinn samferða
einum lærifeðra sinna með lest til London. Þessi breski prófessor var að sögn
Jónasar óvenjulega alþýðlegur og auk þess sanntrúaður sósíalisti. Hann fjöl-
yrti að þessu sinni um það, að þrátt fyrir allt, þá væri enska yfirstéttin svo
kynræktuð að hvar sem fólk af henni færi um heiminn væri það auðþekkt fyrir
það hve það bæri af öðrum í sjón, fasi og framgöngu.
Þegar þeir félagar komu til Lundúna sáu þeir á brautarstöðinni hvar mað-
ur einn sat við borð og las í blaði. Sagði þá prófessorinn: „Þarna sjáið þér dæmi-
gerðan enskan heldrimann."
Jónas sagðist þá hafa litið á manninn, gengið síðan til hans og sagt: „Afsakið,
en eruð þér ekki Jón í Múla?" Reyndist svo vera.
Hér hafði sem sagt verið villst á íslenskum bónda og enskum lávarði!
Bergsteinn fónsson
Niels Kayser Nielsen, Henrik Skovgaard Nielsen, Thor-
sten Borring Olesen, Flemming Schmidt og Nils Arne
Sorensen: MANNKYNSSAGA 2. FRÁ MIÐRI NÍTJÁNDU
ÖLD TIL VORRA DAGA. íslensk þýðing: Erlingur Brynj-
ólfsson, Halldóra Jónsdóttir og Hrefna Arnalds. Viðbætur
eftir Ágúst Þór Árnason. IÐNÚ. Reykjavík 1993. 398 bls.
Myndir í svart-hvítu og lit, myndrit, töflur og kort.
hlú í haust gerðust mikil tíðindi í bókagerð fyrir framhaldsskóla á íslandi, því
ut komu þrjár kennslubækur í sögu1, þær fyrstu í nokkur ár. Sú sem hér
verður tekin fyrir var upphaflega hluti af sjö bóka röð fyrir danska mennta-
skóla og eru hér í einu bindi um eitt og hálft af þeim dönsku. Það telst annað
bindið af tveimur um mannkynssögu, en það „fyrra" kemur á árinu 1994.
Það er alltaf vandi að móta slíkar bækur, eins og íslenskir útgefendur hafa
fengið að reyna, og enn erfiðara að velja bækur úr forðabúri annarra þjóða sem
falla eiga í kramið hér. Það má sjá m.a. af því að fyrir nær tuttugu árum kom
ut bók Helga Skúla Kjartanssonar, Þættir úr sögu nýaldar (ísafold, Reykjavík
1 Um er að ræða Guðmund J. Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson, Þættir úr sögu vest-
rænnar menmngar - Fornöldin (HÍB Rvík 1993); J.E. Wiik, Miðausturlömt (MM Rvík
1993) auk bókarinnar sem hér er til umfjöllunar.