Saga - 1994, Blaðsíða 83
LANDNYRÐINGUR Á SKAGAFIRÐI
81
1280"), og studdist mjög við frásagnir Halldórs prests Oddssonar, sem
var kominn frá systur Grettis, eins og brátt verður getið. Lýsingin á
dauða Þórissona er tilraun til að hreinsa nafn Grettis af óhróðri sem
frændur hans kærðu sig ekki um. Með nákvæmri athugun á þeim
slitrum sem varðveitt eru af Grettisriti Sturlu má draga þá ályktun að
hann hefur ekki einungis fengist við tímatal heldur einnig minnst ým-
issa atburða sem lýst er í sögunni. Höfundur þeirrar Grettlu sem enn
er til, hefur notað rit Sturlu „sem stofn og undirstöðu, en aukið hana og
endursamið;" bætir við efni úr Sturlubók Landnámu og ýmsum öðrum
ntum, svo sem íslendinga sögum, fornaldar sögum og Tristans sögu.
Treysti sér ekki að halda sig við tímatal Sturlu og skapaði sér nýtt „þar
sem hann stytti Gretti aldur um níu ár. En hann kemur upp um heim-
'ld sína með því að geta ekki losað sig við 19 sektar-árin, sem talin voru
í henni, þó að þau samrýmdust ekki hinu nýja tímatali."9
í formála sínum að Grettlu vekur Guðni Jónsson athygli á tveim ætt-
mönnum Grettis frá tólftu og þrettándu öld. Annar þeirra
einn af kunnustu fræðimönnum 12. aldar, Oddur Snorrason
munkur á Þingeyrum og sagnaritari, var fjórði maður frá Rann-
veigu systur Grettis. Önnur grein þeirrar ættar, sem komin var
frá Gretti, syni Skeggja skammhöndungs, sonar Rannveigar,
átti heima í Dölum á síðara hluta 12. aldar og fyrra hluta hinn-
ar þrettándu og var í miklu vinfengi við Sturlunga. Oddur Jós-
efsson, sonarsonur Grettis Skeggjasonar, átti Búðardal og gerði
félagsbú við Sturlu í Hvammi, en Halldór prestur, sonur hans,
er kallaður í Sturhmgu fóstbróðir Sighvats Sturlusonar og var
ýmist með honum eða Þórði Sturlusyni, föður Sturlu lögmanns
(ÍF VIII, xlvi. bls.).
Sú tilgáta Guðna að Sturla lögmaður hafi í æsku sinni heyrt Halldór
prest segja sögur af Gretti hinum sterka er býsna sennileg, enda má
®tla að ættingjar Grettis sem lifðu lengur en Halldór prestur kunni
einnig að hafa frætt Sturlu um garpinn.
I þrá við gagnrýni Kolbrúnar Haraldsdóttur eru hugmyndir þeirra
Arna Magnússonar, Guðna Jónssonar og Sigurðar Nordals um upp-
funa Grettlu býsna girnilegur fróðleikur, jafnvel þótt þeir séu ekki að
öllu leyti á einu máli. Til allrar óhamingju verður ekki vitað með vissu
9 Sama rit, 23. bls.
6-SAGA