Saga - 1994, Blaðsíða 232
230
GERALD D. ANDERSON
Hinn 2. ágúst er íslenska þjóðhátíðin.55 Hún stóð þá venjulega
tvo daga á Mountain. Og allir fóru til Mountain 2. ágúst. Það
var mesti viðburður ársins hjá fjölmörgum. ...Johnson amma
mín átti ekki aðra ósk heitari, allt til dauðadags, en að komast
aftur til íslands, en efnahagurinn leyfði það aldrei.56
Ég minnist þess að mamma sagðist alltaf sakna ákaflega nátt-
úrufegurðarinnar á íslandi, fjallanna og jöklanna. Fjallalækirn-
ir, fljótin sem féllu fram með iðuköstum og vatnið svo tært og
indælt. Hún var 15 ára þegar hún fór þaðan, og hún sagðist allt-
af sakna náttúrufegurðarinnar á íslandi. En ég varð þess aldrei
vör að neitt þeirra iðraðist neins. Ég þekkti fólk sem óskaði þess
að það væri aftur horfið til íslands, en það gilti ekki um mitt
fólk. Það var svo fast í einstaklingshyggjunni, og sumt af þvi
var ákaflega skáldlega sinnað. Þau fóru með ljóð fyrir okkur, en
ég kunni ekki ávallt að meta það, af því að sem bam skildi ég
þau stundum ekki. En sögurnar, venjulega fundust mér þ®r
ánægjulegar. ...Það var gamall maður, sem mamma ól önn fyrir/
og við áttum gamlan, gráan hest, og gamli maðurinn var að
gera við gamla klukku fyrir okkur, og þá sagði hann: „Réttast
væri að henda okkur, Grána gamla, klukkunni og mér." Sjáiðið
bara, svona var hann skáldlegur. Hann dró sig í dilk með gam-
alli klukku og aflóga hrossi. Svona lagað kunni það að meta-
Einnig spreytti það sig við leik, þar sem einn kastaði fram visu-
helmingi, og svo átti annar að botna. Þetta gat verið bráð-
skemmtilegt. Það var fólk í byggðinni okkar, sem tók sér ýmis-
legt fyrir hendur, og margt af því spjaraði sig með ágætum, og
flest fór það í framhaldsskóla. Samt voru þeir margir, sem stóðu
sig prýðilega þó að þeir færu ekki í framhaldsnám. Frændi
mannsins míns gat sér orð fyrir að eiga besta einkabókasafnið i
sýslunni, og hann gaf það Wisconsinháskóla, og það jók hróður
bókasafnsins þar.57
55 Sjá aftanmálsgrein 24.
56 Diane Volrath, sjá 30. nmgr.
57 Kathryn Thordarson, sjá 21. nmgr.