Saga - 1995, Page 7
Formáli
Saga er einn vorboðanna að þessu sinni og verður það væntan-
lega framvegis. Á síðastliðnu hausti fjallaði stjórn Sögufélags ít-
arlega um tímaritaútgáfu félagsins og markaði í framhaldi af því þá
stefnu, að framvegis skyldu bæði tímarit félagsins, Saga og Ný saga,
koma út ár hvert, Saga á vordögum, en Ný saga að hausti. Var sú
tímaröð á útkomu ritanna talin heppileg m.a. fyrir þá sök, að um-
sagnir um ný og nýleg sagnfræðirit eru gildur þáttur af efni Sögu
hverju sinni, en ýmsir hafa haft orð á því við ritstjóra í áranna rás, að
biðin eftir slíkum umsögnum væri æði löng allt til næsta hausts. Þá
tók stjóm Sögufélags þá mikilvægu ákvörðun að skipa sameigin-
lega ritstjóm fyrir bæði tímaritin. Slík skipan ætti að geta tryggt betri
yfirsýn yfir efnisöflun og ritstjórnarstefnu og betri tengsl ritstjórnar
við þá sem erja akur fræðanna. Að ósk stjómar féllust eftirtaldir á að
taka sæti í ritstjórn tímarita Sögufélags: Anna Agnarsdóttir, Guð-
mundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður Móses-
dóttir og Sigurður Ragnarsson. Guðmundur J. Guðmundsson átti
sæti í ritnefnd síðasta heftis Nýrrar sögu, en Sigurður Ragnarsson
hefur verið ritstjóri Sögu um árabil. Þannig ætti að nást eðlileg sam-
fella í starf ritstjómar. Aðrir ritstjómarmenn hafa einnig verið við-
riðnir h'maritaútgáfu Sögufélags á liðnum ámm. Hér skulu fráfar-
andi ritnefndarmönnum Nýrrar sögu færðar bestu þakkir fyrir unnin
störf, og sérstakar þakkir skulu fram bomar við Gísla Ágúst Gunn-
laugsson, fráfarandi ritstjóra Sögu, sem gegnt hefur ritstjórastarfi
undanfarin ár af fágætri alúð og áhuga.
Þrítugasti og þriðji árgangur Sögu flytur lesendum fjölbreytt efni.
Fyrsta ritgerð þessa bindis er eftir Val Ingimundarson og ber hún
heitið „Áhrif bandarísks fjármagns á stefnubreytingu vinstri stjóm-
arinnar í vamarmálum árið 1956". Ritgerð þessi er ein átta ritgerða,
sem bámst í ritgerðasamkeppni þá sem Sögufélag, Sagnfræðingafé-
lag íslands og Sagnfræðistofnun Háskóla Islands efndu til í tilefni
hálfrar aldar afmælis íslenska lýðveldisins á síðastliðnu ári, en dóm-
nefnd ákvað að önnur tvennra verðlauna keppninnar féllu Val í skaut