Saga - 1995, Side 11
VALUR INGIMUNDARSON
S
Ahrif bandarísks fjármagns á
stefnubreytingu vinstri stjórnarinnar
í varnarmálum árið 1956
I greininni er fjallað um stefnubreytingu vinstri stjómar Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í vamarmálum árið 1956. Leitað er skýr-
mga á því, hvers vegna stjómin féll frá þeim áformum sínum að framfylgja
ályktun Alþingis um brottför bandaríska hersins frá íslandi. Rök em færð fyrir
því, að hún hafi þegið lán frá Bandaríkjunum, sem var veitt með því skilyrði,
að herinn yrði hér áfram. Þannig er leitast við að sýna fram á beint samhengi
milli vamar- og lánamálanna. Vopnavald Sovétmanna í Ungverjalandi hafi
hins vegar flýtt fyrir lausn hermálsins og tryggt, að engar breytingar hafi ver-
ið gerðar á vamarsamningnum við Bandaríkin.
Um fá mál hefur verið eins mikið deilt í stjómmálasögu sjötta
áratugarins og kúvendingu vinstri stjórnarinnar í varnarmál-
um. Þegar stjómin var mynduð árið 1956, var það eitt helsta stefnu-
mál hennar að endurskoða vamarsamninginn við Bandaríkin frá ár-
inu 1951 með það fyrir augum, að herinn hyrfi úr landi. Aðeins fjór-
um mánuðum síðar sneri stjómin við blaðinu og samdi við Banda-
ríkjamenn um sömu hemaðarréttindi og áður. Alþýðuflokkur og
framsóknarmenn rökstuddu stefnubreytinguna með því að vísa til
tveggja atburða, sem áttu sér stað um mánaðamótin október-nóvem-
ber 1956: innrásar Sovétmanna í Ungverjaland og vopnavalds Breta,
Frakka og ísraela við Súezskurð. Þeir hefðu sýnt, að ástandið í al-
þjóðamálum væri það ótryggt, að enn væri þörf á hervemd Banda-
ríkjamanna.1 Þótt ráðherrar Alþýðubandalags segðust vera ósam-
þykkir þessum forsendum, þá studdu þeir ákvörðunina eigi að síð-
ur.2 Hins vegar fullyrtu sjálfstæðismenn, að aðrar ástæður en ófriðar-
hættan hefðu ráðið hér miklu: Bandaríkjamenn hefðu veitt stjóminni
stórlán til að greiða fyrir áframhaldandi dvöl hersins.3 Vinstri stjóm-
1 Alþingistíðindi [hér eftir nefnt Alþt.] 1956 B, d. 2287.
2 Alþt. 1956 B, d. 2288-89,2302.
3 Alþt. 1956 B, d. 2311, 2313; Matthías Johannessen: Ólafur Thors. Ævi og störfll.
Reykjavík, 1981, bls. 274; Morgunblaðið, 30. desember 1956.
SAGA, tímaril Sögufélags XXXIII - 1995, bls. 9-53