Saga - 1995, Síða 12
10
VALUR INGIMUNDARSON
in vísaði þessu á bug, og þeir stjómmálamenn, sem komu við sögu,
ítrekuðu síðar, að engin tengsl hefðu verið milli her- og lánamál-
anna.4
Markmiðið er að bregða ljósi á þetta deiluefni, en mikil leynd
hvíldi yfir samskiptum Bandaríkjanna og Islands á þessum ámm,
einkum því sem Iaut að vamarmálum. Sumir, sem hafa ritað um
þetta mál, halda því fram, að Bandaríkjamenn hafi með efnahagsað-
stoðinni haft áhrif á ákvörðun íslenskra stjómvalda í hermálinu.5
Aðrir hafa þvertekið fyrir, að lánveitingin hafi átt nokkum þátt í
stefnubreytingu vinstri stjómarinnar, heldur hafi atburðimir í Ung-
verjalandi ráðið úrslitum.6 Það stendur þó þessum frásögnum fyrir
þrifum, að þær em ekki nema að takmörkuðu leyti reistar á skjala-
heimildum.7 Hér verður leitast við að bæta úr því og stuðst aðallega
við bandarísk og íslensk skjöl um viðfangsefnið. Færð verða rök fyrir
því, að vamar- og lánamálin hafi verið nátengd, að Bandaríkjamenn
hafi veitt vinstri stjóminni lán með því skilyrði að herinn yrði áfram.
Hins vegar verður ekki dregið í efa, að vopnavald Sovétmanna í
Ungverjalandi hafi haft áhrif á þá lausn, sem fékkst í samningavið-
ræðum íslenskra og bandarískra embættismanna: óbreytt ástand í
varnarmálum.
Ályktun Alpingis um varnarmálin
Stefna vinstri stjórnarinnar í utanríkismálum átti rætur að rekja til
falls stjómar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vorið 1956.
4 Vilhjálmur Hjálmarsson: Eysteinn í stormi og stillu. Ævisaga Eysteins Jónssonar
fyrrum ráðherra og formanns Framsóknarflokksins III. Reykjavík, 1985, bls. 48-9;
Emil Jónsson: Á milli Washington og Moskva. Minningaþættir. Reykjavík, 1973,
bls. 156; Bemharð Stefánsson: Endurminningar II. Reykjavík, 1964, bls. 216.
5 Matthías Johannessen fullyrðir, að Bandaríkjamenn hafi mútað íslenskum
stjómvöldum, sbr. Ólafur Thors II, bls. 284. Eggert Þór Bemharðsson tekur
ekki eins sterkt til orða í BA-ritgerð sinni, sem var skrifuð árið 1982, en telur
„allsterkar líkur" vera á því að um tengsl hafi verið að reeða milli vamar- og
efnahagsmálanna. Sjá „íslendingar og efnahagsaðstoð Bandaríkjanna 1948-
1958". BA-ritgerð í sagnfræði, Háskóli íslands 1982, bls. 103.
6 Auk endurminninga Eysteins Jónssonar og Emils Jónssonar, sjá t.d. Þórarinn
Þórarinsson: „Rit Matthíasar um tindinn Ólaf", Tíminn, 10. janúar 1982; sami:
Sókn og sigrar. Saga Framsóknarflókksins II. Reykjavík, 1986, bls. 279-80.
7 Þetta á þó ekki við um yfirlitsgrein Winfrieds Heinemanns, „Die NATO und
Island. Kommunistische Regiemngsbeteiligung und Stútzpunktfrage" Militár-
geschichte, III, nr. 2 (1993), bls. 6-13.