Saga - 1995, Síða 13
VINSTRI STfÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956 11
Agreiningur um efnahags- og varnarmál batt enda á sex ára sam-
starf þessara flokka. Hermann Jónasson, formaður Framsóknar-
flokksins, hafði unnið lengi að því að koma á stjóm með Alþýðu-
flokknum8 og um miðjan mars komust flokkamir tveir að sam-
komulagi um stofnun kosningabandalags. Að ósk Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, forseta, starfaði stjórn Ólafs Thors þó fram yfir kosningar í
júní.9 Eitt fyrsta verk „hræðslubandalagsins", eins og andstæðingar
þeirra nefndu kosningabandalagið, var að leggja fram þingsálykt-
unartillögu 28. mars um endurskoðun vamarsamningsins. Sam-
kvæmt henni hyrfi bandaríski herinn á brott, en ísland yrði áfram í
Atlantshafsbandalaginu. Þetta var orðað svo: „Með hliðsjón af breytt-
um viðhorfum, síðan vamarsamningurinn frá 1951 var gerður, og
með tilliti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á Islandi
á friðartímum, verði þegar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem
þá var tekin upp, með það fyrir augum, að íslendingar annist sjálfir
gæzlu og viðhald varnarmannvirkja - þó ekki hernaðarstörf - og að
herinn hverfi úr landi". Fengist ekki samkomulag um þessa breyt-
ingu, yrði málinu fylgt eftir með uppsögn samkvæmt 7. gr. samn-
ingsins.10 Tillagan var samþykkt með 31 atkvæði gegn 18. Auk þing-
manna Framsóknarflokks og Alþýðuflokks greiddu fulltrúar Sósí-
alistaflokks og Þjóðvamarflokks atkvæði með ályktuninni, þótt þeir
væm mótfallnir áframhaldandi aðild íslands að NATO. Allir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni með
þeim rökum, að ástand alþjóðamála réttlætti ekki brottför vamar-
liðsins.11
Ástæða stefnubreytingar framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna
var ekki sú, að sambúðin við herinn hefði versnað skyndilega. Sam-
komulag íslenskra og bandarískra stjómvalda um takmörkim á ferða-
frelsi bandarískra hermanna utan herstöðvarinnar árið 1954 varð til
þess, að samskiptin minnkuðu til muna. Skýringarinnar er frekar að
leita í stjórnmálaþróuninni á íslandi á ámnum 1953-55 og þeim
hræringum, sem urðu í alþjóðamálum á þessu tímabili. Frá árinu
1951 hafði Sósíalistaflokkurinn látið langmest að sér kveða í andstöð-
unni við herinn, enda höfðu allir hinir stjómmálaflokkamir sam-
8 Sjá t.d. Tímann, 31. desember 1954.
9 Sjá Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð íslands 1904-1964 I. Reykjavík, 1969, bls.
296.
10 Alþt. 1955 A, bls. 662-3.
11 Alþt. 1955 D, d. 232-5.