Saga - 1995, Qupperneq 15
13
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
„Genfarandirtn" varð ekki aðeins að tákni um bætta sambúð stór-
veldanna, heldur líka þau viðhorf á íslandi, að ástandið í alþjóðamál-
um gerði dvöl hersins óþarfa.13
Bandaríkjamenn töldu, að hemaðarhagsmunir sínir hlytu mikinn
skaða, ef ályktun Alþingis yrði framfylgt. Það mundi veikja loft-
varnarkerfi Bandaríkjanna og annarra NATO-ríkja, torvelda flutn-
ing orrustuflugvéla milli Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu og vernd
skipalesta á Norður-Atlantshafsleiðinni og grafa undan neyðaráætl-
un Atlantshafsbandalagsins, ef til stríðs kæmi.14 Samt brást Banda-
ríkjastjóm varfærnislega við ályktuninni. John Foster Dulles, utan-
ríkisráðherra, lýsti því yfir 3. apríl, að hann vonaðist til þess, að sam-
komulag næðist við íslendinga og kvað sennilegt, að NATO mundi
kanna, hvort unnt yrði að fækka í herhði Bandaríkjamanna erlendis.
Dwight D. Eisenhower, Bandaríkjaforseti, tók í sama streng daginn
eftir og lét liggja að því, að stjóm sín hefði samúð með sjónarmiðum
íslendinga.15 En þótt Bandaríkjamenn teldu hag sínum betur borgið
með því að láta ekki bera á andstöðunni við ályktunina opinberlega,
vom þeir staðráðnir í að fá íslenska stjómmálamenn tíl að skipta um
skoðun.16
Kosningabaráttan: Hermálið í brennidepli
Kosningabaráttan endurspeglaði þær miklu breytíngar, sem orðið
höfðu í íslenskum stjómmálum um vorið 1956. „Hræðslubandalag-
ið" hleyptí ekki aðeins lífi í kosningabaráttuna, heldur einnig stofn-
13 Alpt. 1955 D, d. 228-31,235-53.
14 National Archives (Washington D.C.) [hér eftir nefnt: NA], Military Branch,
Record Group [RG] 218, Box 22B, 660.2 Iceland (8-20-43): Herráðið til land-
vamaráðherra, 6. apríl 1956.
15 NA, Civil Branch RG 59, Box 3174, 740B.00/4-656: Bandaríska utanríkisráðu-
neytið til bandaríska sendiráðsins (París), 6. apríl 1956.
16 Bandaríkjamenn raeddu t.d. við þá Ólaf Thors, forsaetisráðherra, Kristin Guð-
mundssson, utanríkisráðherra, og Thor Thors, sendiherra íslands í Washing-
ton, í þessu skyni. NA, RG 59, Box 3174, 740B.O0/4-556: Muccio til Dulles, 5.
apríl 1956; sama: 740B.00/4-656: Muccio til Dulles, 7. apríl 1956; Þjóðskjala-
safn íslands [hér eftir nefnt Þ.í.], Skjalasafn sendiráðsins í Washington, ríkis-
stjóm-ráðherrar 1952-1956, B-5: Thor Thors til Kristins Guðmundssonar: Minn-
isblað, „Viðræður við the Secretary of the Air Force", 3. apríl 1956.