Saga - 1995, Síða 16
14
VALUR INGIMUNDARSON
un Alþýðubandalagsins í apríl.17 í framhaldi þess fóru Bandaríkja-
menn að vinna af meiri krafti í hermálinu að tjaldabaki, og komu
þeir því til leiðar, að Halvard Lange, utanríkisráðherra Noregs, H. C.
Hansen, forsætisráðherra Danmerkur, og Lester Pearson, utanríkis-
ráðherra Kanada, ræddu sérstaklega við Kristin Guðmundsson, ut-
anríkisráðherra, um stefnu fslands í öryggismálum, þegar Parísar-
fundur Norður-Atlantshafsráðsins fór fram í upphafi maí.18 Þótt
málið væri ekki á dagskrá fundarins, bryddaði Dulles líka upp á því
við Kristin í kvöldverðarboði og sagðist líta ástandið á íslandi mjög
alvarlegum augum. Það stefndi varnarsamstarfinu í hættu og græfi
undan Atlantshafsbandalaginu. Um viðbrögð Kristins hafði Dulles
þetta að segja: „Hann varð mjög neyðarlegur á svip og varð svara-
fátt".19 Erlendur þrýstingur kann að hafa verið ein ástæða þess, að
Kristinn dró það að fylgja eftir ályktun Alþingis. Framsóknarmenn
voru í erfiðri aðstöðu, enda vildu þeir eflaust ekki styggja banda-
lagsþjóðir íslendinga í NATO. Léti Kristinn hins vegar undir höfuð
leggjast að framfylgja ályktun Alþingis, kynni það að hafa alvarleg-
ar afleiðingar í för með sér og styðja þær ásakanir sjálfstæðismanna
og sósíalista, að framsóknarmenn léku tveimur skjöldum í hermál-
inu. Þetta hefur líklega ráðið mestu um, að Kristinn tók af skarið fyr-
ir kosningar, en hann óskaði eftir því formlega 11. júní, að viðræður
við Bandaríkjamenn um endurskoðun vamarsamningsins hæfust
eftir 1. ágúst, og skyldi þá hefjast sá sex mánaða uppsagnarfrestur,
sem 7. grein varnarsamningsins kvað á um.20
Þegar dró nær kosningum færðist meiri harka í hermálið, ekki síst
vegna þeirrar skyndiákvörðunar Bandaríkjamanna að hætta öllum
framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli um vorið. Hermann Jónasson
dró þá ályktun, að hér væri um „samvirkar aðgerðir" Bandaríkja-
manna og sjálfstæðismanna að ræða til að hafa áhrif á kosningam-
ar.21 Bandarísk skjöl sýna, að þessar ásakanir vom úr lausu lofti
17 Þorleifur Friðriksson: Undirheimar íslenskra stjórnmála. Reykjavík, 1988, bls.
93.
18 NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959, 711.56340B/5-456:
John Foster Dulles (París) til utanríkisráðuneytis, 4. maí 1956.
19 Dulles orðaði þetta svo: „He displayed serious embarassment and had little
to say in reply". NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959,
711.56340B/5-556: John Foster Dulles (París) til utanríkisráðuneytis, 5. maí
1956.
20 Tíminn, 24. maí 1956.
21 Sama, 30. maí 1956.