Saga - 1995, Page 17
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
15
gripnar.22 Hins vegar hefur Bandaríkjastjórn vafalaust viljað styrkja
stöðu Sjálfstæðisflokksins með því að sýna fram á mikilvægi her-
stöðvarinnar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún fór enn fremur fram á
það við Breta, að þeir léttu af banni við innflutningi ísfisks frá íslandi
fyrir kosningar.23 Breska stjómin hafnaði þessari ósk á þeim forsend-
um, að breskir útvegsmenn fengju ekkert fyrir snúð sinn og hætta
væri á, að Islendingar túlkuðu slíka ráðstöfun sem íhlutun í innan-
ríkismál sín.24 Ekki er ljóst, hvort Bandaríkjamenn fóm þess líka á
leit við Vestur-Þjóðverja, að þeir veittu íslendingum vilyrði fyrir láni
fyrir kosningar. En svo mikið er víst, að Konrad Adenauer, kanslari
Vestur-Þýskalands, leitaðist við að hafa áhrif á íslensk stjómmál.
I riti sínu um Ólaf Thors vitnar Matthías Johannessen í bréf, sem
Olafur skrifaði bróður sínum, Thor Thors, sendiherra íslands í Wash-
mgton, árið 1957, þar sem hann ræðir m.a. opinbera heimsókn sína
til Vestur-Þýskalands í maí 1956.25 Ólafur fullyrðir, að Adenauer
hafi boðið sér lán að upphæð „400 milljónir krónur til langs tíma, við
lág kjör, lága vexti".26 Bandarísk skjöl staðfesta þessa upphæð og
sýna, að Adenauer hugðist veita lánið til að koma Sjálfstceðisflokkn-
um til aðstoðar í kosningabaráttunni.27 Hann hefur án efa ætlað að
styðja við bakið á þeim stjómmálaflokki, sem var hlynntur dvöl hers-
ms, enda óttuðust Vestur-Þjóðverjar, að það mundi veikja Atlants-
hafsbandalagið, ef ályktun Alþingis um varnarmálin yrði fylgt eftir.
býskur embættismaður, Friedrich ]anz, ræddi frekar um máhð við
Ólaf Thors um miðjan júní í Reykjavík og boðaði síðan Hannes Jóns-
son, sendiráðsritara í Bonn, á sinn fund 22. júní, eða aðeins tveimur
22 NA, RG 59, Box 3174, 740B.00/5-3056: C. Burk Elbrick til Herberts Hoovers,
11. júlí 1956.
23 Breskir útgerðarmenn höfðu sett löndunarbann á íslenskan fisk árið 1952 til að
mótmæla þeirri ákvörðun íslenskra stjómvalda að færa út landhelgina úr
þremur í fjórar mílur.
24 NA, RG 59, Box 4421, 840B.254/6-1456: Winthrop Williams Aldrich til Dul-
les, 14. júní 1956.
25 Um heimsóknina sjá Bundesarchiv (Koblenz), Band 122, Nr. 546: Skýrsla,
þýska sendiráðið (Reykjavík) til utanríkisráðuneytis (Bonn), 25. maí 1956; Pét-
ur Thorsteinsson, Utanríkispjónusta íslands og utanríkismál. Sögulegt yfirlit II.
Reykjavík, 1992, bls. 577-88; Dr. Hannes Jónsson: Sendiherra á sagnabekk.
Reykjavík, 1994, bls. 57-68.
26 Matthías Johannesen: Ólafur Thors II, bls. 275.
27 NA, RG 59, Box 4418, 840B.OO/4-1857: Minnisblað, viðræður við Vilhjálm Þór,
18. apríl 1957.