Saga - 1995, Síða 18
16
VALUR INGIMUNDARSON
dögum fyrir kosningar, til að skýra frá því, að kanslararáðuneytið
hefði sent þýska sendifulltrúanum í Reykjavík skeyti á dulmáli
„með beiðni um, að hann bæri forsætisráðherra íslands það sem per-
sónulega orðsendingu kanzlarans".28 Skeytið var svohljóðandi:
Dr. Adenauer, kanzlari Þýzka sambandslýðveldisins, biður ís-
lenzka forsætisráðherrann, - með skírskotun til samtals hans
við dr. Janz skrifstofustjóra, - að láta stjóm Þýzka sambands-
lýðveldisins vita um lánaóskir íslands... og að senda nauð-
synleg, þarað lútandi gögn. Umsóknimar munu af hálfu Þýzka
sambandslýðveldisins verða tafarlaust rannsakaðar af vand-
virkni og vinsemd. Kanzlari Þýzka sambandslýðveldisins
stingur upp á því að, sendi(ráð)herra hr. Briem, sem hefur
verið látinn vita um innihald þessa símskeytis, beri óskimar
fram og afhendi skjölin ...29
Þetta er þýðing Ingvars G. Brynjólfssonar, skjalaþýðanda, á orðsend-
ingunni til Ólafs Thors, en hann var fenginn til að snúa henni á ís-
lensku. Hins vegar hafði Hannes þýtt orðsendinguna „lauslega",
eins og hann orðaði það. Ber þýðingum Hannesar og Ingvars ekki
saman í tveimur atriðum. I fyrsta lagi segir í þýðingu Hannesar, að
Ólafur Thors hafi verið beðinn um að „tilkynna opinberlega" um láns-
tilboð Adenauers. Þannig hafa Vestur-Þjóðverjar viljað hafa bein
áhrif á kosningamar. í öðm lagi segir í þýðingu Hannesar, að lána-
tillögur Ólafs verði „samþykktar án tafar", en ekki einungis „rann-
sakaðar af vandvirkni og vinsemd", eins og Ingvar kemst að orði.
Þar sem frumskeytið hefur ekki komið í leitimar, er ekki unnt að
skera úr því með fullri vissu, hvor þýðingin er nákvæmari.30 En ljóst
er, að Adenauer var í mun að fylgja eftir lánstilboði sínu rétt fyrir
kosningar, og af báðum þýðingunum að dæma var formsatriði að
ganga frá lánveitingunni. Ólafur Thors tók það fram í svarskeyti
28 Þ.í. Skjalasafn forsætisráðuneytis, opinberar heimsóknir, B-163: Hannes Jóns-
son til utanríkisráðuneytis, 22. júní 1956. Hannes var boðaður á fundinn með
Janz vegna þess, að sendiherrann, Helgi P. Briem, var í Kiel í embættiserind-
um.
29 Þ.í. Skjalasafn forsætisráðuneytis, opinberar heimsóknir, B-163: Þýðing á skeyti
sendiráðs Þýska sambandslýðveldisins (Reykjavík) til „hans hágöfgi herra for-
sætisráðherra íslenska lýðveldisins Ólafs Thors", 23. júní 1956.
30 Hannes Jónsson kveðst í endurminningunum sínum ekki hafa verið í vafa
um, að lánstilboð Adenauers hafi þjónað þeim tilgangi að aðstoða Sjálfstæðis-
flokkinn í kosningabaráttunni. Sjá Hannes Jónsson: Sendiherra á sagnabekk,
bls. 74.