Saga - 1995, Page 19
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
17
sínu, að hann væri „sérlega þakklátur" fyrir orðsendinguna og vildi
leyfa sér að „taka málið upp að nýju eftir að hafa ráðfært sig við ráðu-
nauta" sína.31 Hins vegar reyndi Ólafur ekki að notfæra sér lánstil-
boðið í kosningabaráttunni, ef til vill vegna þess, að hann óttaðist að
hinir flokkamir kynnu að reyna að koma höggi á sjálfstæðismenn,
með því að saka þá um samvinnu við vestur-þýsku stjómina.32
Kosningaúrslitin og stjórnarmyndunarviðræðurnar
Niðurstöður kosninganna 24. júní ollu framsóknarmönnum og Al-
þýðuflokki miklum vonbrigðum, því að „hræðslubandalagið" náði
ekki því markmiði sínu að hljóta hreinan meirihluta á þingi.33 Fyrir
kosningar vildu leiðtogar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks ekki
ljá máls á því að mynda stjóm með Alþýðubandalaginu. En eftir nokk-
urt þref urðu flokkamir þrír ásáttir um að hefja stjómarmyndunar-
viðræður, sem stóðu fram eftir júlí.34 Bandaríkjamenn töldu, að þeir
gætu haft áhrif á stjómmálaþróunina á íslandi, með því að notfæra
sér efnahagsmátt sinn.35 Leiða má að því getum, að Þjóðviljinn hafi
átt nokkum hlut að máli, en þar var gefið í skyn 1. júlí, að fá mætti
mjög hagstæð lán án nokkurra pólitískra skilyrða erlendis.36 Ekki
31 Þ.I. Skjalasafn forsætisráðuneytis, opinberar heimsóknir, B—163: Ólafur Thors
þýska sendifulltrúans í Reykjavík, Dr. H. Kuhl, 23. júní 1956.
32 Ólafur reyndi að hagnýta sér heimsókn sína til Bonn í kosningabaráttunni
með því að segja að honum hefði tekist að ná fram tollaívilnunum í Vestur-
Þýskalandi, en minntist ekki á lánstilboðið. Sjá Morgunblaðið 14. júní 1956.
33 Samanlagt fengu flokkamir tveir 33,8% atkvæða og 25 þingmenn kjöma, og
vantaði þá tvo upp á til að geta myndað meirihlutastjóm. Sjálfstæðisflokkur-
mn fékk 42,4% atkvæða og bætti við sig 5,3 prósentustigum frá því í kosning-
unum árið 1953, en fékk aðeins 19 menn kjöma. Alþýðubandalagið þurfti
einnig að súpa seyðið af óréttlátu kosningafyrirkomulagi: þótt það hlyti 19,2%
atkvæða, uppskar það eingöngu 8 þingmenn. Um kosningaúrslitin sjá: Hag-
skýrslur íslands. Alþingiskosningar 1953. Reykjavík, 1953, bls. 29; sama: Alþing-
iskosningar 1956. Reykjavik, 1956, bls. 13-15.
34 Sjá Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð íslands I, bls. 298; sjá einnig Emil Jónsson: Á
milli Washington og Moskva. Minningaþættir. Reykjavík, 1973, bls. 164.
35 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/7-356: Bandaríska sendiráðið (Reykjavík) til
utanrikisráðherra, 4. júlí 1956. Sjá einnig sama: RG 59, Box 3175, 740B.00/
7-356: Bandaríska sendiráðið (Reykjavík) til utanríkisráðherra, 4. júlí 1956.
36 Þjóðuiljinn 1. júlí 1956.
2-SAGA