Saga - 1995, Side 20
18
VALUR INGIMUNDARSON
þurfti skörp augu til að sjá, að hér var átt við Sovétríkin og önnur
austantjaldsríki, enda hafði Sósíalistaflokkurinn barist lengi fyrir
því, að leitað yrði lána hjá Sovétríkjunum og „alþýðuríkjunum". Banda-
ríska utanríkisráðuneytið ákvað a.m.k. stuttu síðar að beita Alþjóða-
bankann í Washington þrýstingi og mælast til þess, að hann sam-
þykkti umsókn íslendinga um lán.37 Bankastjóri Alþjóðabankans
neitaði að verða við því vegna þess, að ólokið var könnun á þeim
verkefnum, sem íslensk stjórnvöld vildu ráðast í.38 Bandaríkjamenn
létu ekki þar við sitja, heldur tjáði bandaríski sendiherrann á ís-
landi, John J. Muccio, Vilhjálmi Þór, bankastjóra og áhrifamanni inn-
an Framsóknarflokksins, og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins,39 að stjóm
sín væri reiðubúin til að leggja íslenskum stjórnvöldum til lánsfé að
upphæð fimm milljónir dollara til að fjármagna Efra-Sogsvirkjun
með því skilyrði, að orkustrengur yrði lagður þaðan til herstöðvarinn-
ar í Keflavík.40 Ekki fór milli mála, að það, sem vakti fyrir Banda-
ríkjamönnum, var að tengja her- og lánamálin, og má ætla, að þeir
hafi viljað stuðla að því, að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur
mynduðu stjóm með Sjálfstæðisflokki til að tryggja áfram dvöl hers-
ins.
Vísbendingar eru um, að vestur-þýska stjórnin hafi einnig reynt
að hafa áhrif á stjómarmyndunarviðræðumar, með því að taka aftur
upp lánstilboð Adenauers við íslensk stjórnvöld. Janz kom að máli
við Helga P. Briem, sendiherra, um miðjan júlí og lét í ljósi furðu
sína á því, að hafa ekkert frétt nánar um lánabeiðni íslensku stjórn-
arinnar. Hefja yrði undirbúning málsins þegar í stað, hvað sem öll-
um stjómarmyndunarviðræðum liði. Helgi kom alveg af fjöllum:
Hann hafði komið svarskeyti Ólafs Thors við orðsendingu Aden-
auers um lánstilboðið frá 22. júní á framfæri við kanslararáðuneytið,
en ekki fengið nein fyrirmæli um að fylgja málinu eftir. „Reyndi ég
... að fá upplýsingar um það hjá hr. Janz, hvað í tilboðinu gæti falizt,
án þess að láta bera á því að ég vissi ekkert um efni samtals hans við
hæstvirtan forsætisráðherra og utanríkisráðherra, því það mun sjald-
37 NA, RG 59, Box 4418, 840B.10/7-1356: Herbert Hoover til Eugene R. Blacks,
13. júlí 1956.
38 NA, RG 59, Box 4417, 840B.00/7-2456: Black til Hoovers, 24. júlí 1956.
39 NA, RG 59, Box 4717, 840B.00/7-1956: Winthrop G. Brown til Dirks Stikkers,
13. júlí 1956.
40 NA, RG 59, Box 4421, 840B.2514-10-2356: Minnisblað, „Iceland - Upper Sog
Hydroelectric Project", 23. október 1956.