Saga - 1995, Síða 21
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
19
gæft að erlendur sendiherra fái ekki upplýsingar um slík stórmál
tafarlaust", sagði Helgi í minnisblaði og leyndi ekki vonbrigðum
sínum.41
Tilraunir Bandaríkjamanna og Vestur-Þjóðverja til að skipta sér af
stjórnarmynduninni báru samt engan árangur, því að Framsóknar-
flokkur og Alþýðuflokkur mynduðu stjóm með Alþýðubandalaginu
24. júlí. Tveimur dögum síðar skýrði Hermann Jónasson, forsætis-
ráðherra, frá stefnumálum stjómarinnar, sem hafði engin smáverk-
efni á prjónunum: Leitað yrði samninga um smíði á 15 togurum,
hafist handa um framhaldsvirkjun Sogsins og staðið að víðtækum
framkvæmdum í landbúnaði, iðnaði og hafnargerð.42 Hermann lýsti
því enn fremur yfir, að stjórnin hygðist framfylgja ályktun Alþingis
um vamarmálin.43 í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis 30. júlí var þessi
stefna ítrekuð, en jafnframt lögð áhersla á, að ísland yrði áfram aðili
að NATO.44 Það breytti því ekki, að Norður-Atlantshafsráðið gaf út
formlega yfirlýsingu í byrjun ágústmánaðar, þar sem kom fram að
stjómmálaástandið í heiminum hefði ekki breyst svo mikið, að það
réttlætti brottför bandarísks herliðs frá íslandi.45
Myndun vinstri stjórnarinnar
hað varð uppi fótur og fit í Norður-Evrópudeild bandaríska utanrík-
’sráðuneytisins, þegar fréttist, að sósíalistar ættu aðild að stjóminni.
^ður hafði gætt mikils taugatitrings í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins í París vegna þátttöku Alþýðubandalagsins í stjórnarmynd-
unarviðræðunum. Bandarísk skjöl sýna, að Hans G. Andersen, fasta-
fulltrúi íslands hjá NATO, ákvað í samráði við framkvæmdastjóra
bandalagsins, Ismay lávarð, að hætta að senda mikilvægar hemaðar-
upplýsingar frá bandalaginu til íslenska utanríkisráðuneytisins af
otta við, að þær lentu í höndum sósíalista.46 Það er sennilega eins-
41 Þ.í. Skjalasafn forsætisráðuneytis, opinberar heimsóknir, B-163: Helgi P. Briem
til utanríkisráðuneytis, 20. júlí 1956.
42 Tíminn 25. júlí 1956.
43 Sama.
44 Þ.I. Skjalasafn íslenska sendiráðsins í Washington, ríkisstjóm-ráðherrar 1953-
1956, B-5,3.A.2: „Press Release", 30. júlí 1956.
45 Þ.í. Skjalasafn íslenska sendiráðsins í Washington, ríkisstjóm-ráðherrar 1953-
1956, B-5,3. A.2: „Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu", 1. ágúst 1956.
46 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/7-1656: John J. Muccio til Dulles, 16. júlí 1956.