Saga - 1995, Side 22
20
VALUR INGIMUNDARSON
dæmi í sögu Atlantshafsbandalagsins, að stjóm aðildarríkis hafi
þurft að sætta sig við slíkt. Samskipti íslenskra stjómvalda og
NATO komust ekki í betra horf fyrr en um haustið eftir að ráðherrar
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks höfðu sannfært yfirmenn banda-
lagsins um, að ráðherrar Alþýðubandalagsins fengju ekki aðgang að
trúnaðarupplýsingum þess.
Eftir myndun vinstri stjórnarinnar tóku Bandaríkjamenn stefnu
sína í málefnum íslands til rækilegrar endurskoðunar.47 í upphafi
vildu stjórnarstofnanir í Washington helst komast hjá því að hefja
samningaviðræður við ríkisstjóm, sem „kommúnistar" ættu aðild að.48
Hins vegar var bandaríska sendiráðið á íslandi mótfallið því að rjúfa
öll tengsl við íslensk stjórnvöld í hermálinu, enda hafði Dulles sýnt
því skilning opinberlega, að Islendingar vildu fækka í hernum.49
Bandaríkjastjóm fór sér því hægt og forðaðist að gera nokkuð, sem
mundi festa stjórnina í sessi. Ekki vom það aðeins Bandaríkjamenn,
sem höfðu áhyggjur af þróun mála á Islandi. Kanadíski utanríkis-
ráðherrann, Pearson, ákvað að koma við á Islandi eftir NATO-fund í
lok september til að benda íslenskum stjómvöldum á, að Atlants-
hafsbandalagið liti það mjög alvarlegum augum, að tveir „kommún-
istar" væm í stjóminni.50 Hollensk og norsk stjórnvöld vom sama
sinnis og fóm ekki leynt með óánægju sína við bandaríska embætt-
ismenn.51 Bandaríkjastjóm gerði sér vonir um, að norrænir jafnaðar-
menn hefðu áhrif á flokksbræður sína á Islandi í þessu máli, enda
var mikið samband milli þeirra á þessum ámm. Guðmundur í. Guð-
mundsson tjáði aftur á móti Lange, utanríkisráðherra Noregs,
skömmu eftir að vinstri stjómin var mynduð, að það gerði aðeins illt
verra, ef hún yrði felld vegna erlends þrýstings, þar sem næsta
47 Dwight D. Eisenhower Library (Abilene, Kansas), White House Office, NSC
Staff April-Nov. 1956, Box 36, Folder: Iceland #4 (6): Minnisblað til Roy M.
Melboumes, 3. ágúst 1956.
48 Foreign Relations of the United States IFRUS] 1955-1957, IV. Washington, D.C.,
1986: Minnisblað, „Northem European Chiefs of Mission Conference, London,
September 19-21,1957: Summary of Proceedings", bls. 621.
49 NA, RG 59, Box 3182, 740B. 563/8-2056: Edwin M. Martin til Lane Timmons,
20. ágúst 1956.
50 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/8-2956: Minnisblað, viðræður sendifulltrúa
Kanada í Washington og fulltrúa í Norður-Evrópudeild bandaríska utanrík-
isráðuneytisins, 29. ágúst 1956.
51 NA, RG 59, Box 3175, 74OB.0O/7-2556: Bandaríska sendiráðið (Haag) til utan-
ríkisráðherra, 30. júlí 1956.