Saga - 1995, Síða 24
22
VALUR INGIMUNDARSON
heldur hafi Guðmundur fyrst og fremst viljað bregðast við þeim
ásökunum sjálfstæðismanna, að Alþýðuflokkurinn fylgdi tækifæris-
stefnu í vamarmálum. Guðmundur kvaðst síðar hafa orðið við þeim
óskum stuðningsmanna sinna, en í hópnum var m.a. Stefán Jóhann
Stefánsson, fyrrverandi formaður flokksins, að taka við embætti ut-
anríkisráðherra til að koma í veg fyrir brottför hersins. Einar Olgeirs-
son og aðrir Alþýðubandalagsmenn vildu, að Hermann Jónasson
yrði bæði forsætis- og utanríkisráðherra, enda gmnuðu þeir Guð-
mund um græsku.55 Samkvæmt frásögn Guðmundar sjálfs reyndi
Hermann að telja honum hughvarf, en án árangurs. Um það var
Guðmundur ekki í vafa, að framsóknarmenn óttuðust, að hann kæmi
í veg fyrir uppsögn varnarsamningsins.56
Þetta bendir ekki aðeins til þess, að Hermann hafi ætlað að standa
við loforðið um brottför hersins um sumarið 1956, heldur líka, að
hann hafi haft rökstuddan grun um, að Guðmundur hygðist spilla
fyrir áformum stjórnarinnar. En hverjir reyndu mest að tjaldabaki
að koma Guðmundi í embætti utanríkisráðherra? Auk Stefáns Jóh.
Stefánssonar virðist Asgeir Asgeirsson, forseti, hafa gengið þar fram
fyrir skjöldu, en hann var andvígur ályktun Alþingis um varnar-
málin. Þetta kom m.a. fram í viðræðum, sem Ásgeir átti að eigin frum-
kvæði við Muccio 4. ágúst, eða nokkrum dögum eftir að hann hafði
verið settur í embætti forseta öðru sinni. Ásgeir vildi „segja hug
sinn"57, eins og Muccio hafði eftir honum um samtalið:
Hann [Ásgeir] sjálfur hefði átt mestan þátt í að tryggja það, að
Guðmundur I. Guðmundsson (utanríkisráðherra) og Emil Jóns-
son (starfandi [utanríkisráðherra]) tækju að sér utanríkismál-
in. Hann bæri fullkomið traust til þessara manna og vonaði,
að ég [Muccio] gerði það einnig. Forsetinn minntist sérstak-
lega á Vilhjálm Þór, sem væri einnig að vinna að þessum
málum. Forsetinn var sannfærður um, að tengsl íslands og
NATO og Bandaríkjanna mundu ekki rofna. Niðurstöður við-
ræðna um endurskoðun [vamarsamningsins] hefðu úrslita-
þýðingu. Það ætti að fresta þeim. Sá tilfinningahiti, sem náði
hámarki í kosningabaráttunni, mundi minnka, þegar fram
liðu stundir. Umhyggja fyrir þjóðarhag yrði meiri. Hún yrði
55 Einar Olgeirsson, ísland í skugga heimsvaldastefnunnar. Reykjavík, 1980, bls,
339.
56 Þorleifur Friöriksson: Undirheimar íslenskra stjórnmála, bls. 127. 57
57 A ensku: „opened up his mind".