Saga - 1995, Síða 25
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
23
til þess að eyða áhrifum fámenns hóps eldheitra kommún-
ista. Þeir hefðu aðeins tæp 20% kjósenda á bak við sig, þótt
margir andstöðuhópar störfuðu með þeim. Þetta mundi taka
nokkurn tíma, jafnvel ár eða lengur, en þetta gæti tekist.58
Ummæli Ásgeirs eru merkileg fyrir marga hluta sakir. f fyrsta lagi
hefur hann haft meiri áhrif á stefnu Alþýðuflokksins en sjálfsagt
marga hefur grunað. í annan stað gerði Ásgeir Muccio grein fyrir
þeirri aðferð, sem hægri armurinn í Alþýðuflokknum hugðist beita
til að ná samkomulagi við Bandaríkjamenn: að þæfa hermálið og
reyna að láta ályktun Alþingis síðan falla í gleymsku. Loks virðist
Asgeir hafa unnið að því að fá hægri arm Framsóknarflokksins til
liðs við sig, einkum Vilhjálm Þór, sem studdi dvöl hersins.59 Ekki er
þó þar með sagt, að allir Alþýðuflokksmenn hafi viljað óbreytt ástand
i vamarmálum. Bandaríska sendiráðið á íslandi hafði til dæmis und-
ir höndum afrit af bréfi, sem Benedikt Gröndal hafði skrifað nor-
rænum skoðanabróður, Bjarne Brdtey, um stjómmálaástandið í upp-
hafi september. Óvíst er hvemig sendiráðið fékk bréfið, en það var
eftir „óformlegum leiðum", eins og það var nefnt í bandarískri
skýrslu.00 Bréfið lýsir vel afstöðu þeirra Alþýðuflokksmanna, sem
vildu semja við Bandaríkjamenn, án þess að virða ályktun Alþingis
algjörlega að vettugi. Þar segir:
Islendingar ... búast við því, að það verði töluvert margir
óbreyttir erlendir tæknimenn, sem mundu hjálpa þeim að
reka stöðina. Jafnframt fengju fleiri íslendingar þjálfun í
þessu skyni. Ratsjárstöðvar yrðu reknar áfram án nokkurrar
truflunar og flugher NATO skyldi veittur aðgangur að Kefla-
víkurflugvelli, þar sem óbreyttir starfsmenn sæju um við-
haldsþjónustu. Hér yrði um svipaða tilhögun að ræða og sam-
ið var um milli Bandaríkjamanna og íslendinga á árunum
1946-49.61
Þótt fastaherinn hyrfi á brott, þá gerði Benedikt ráð fyrir meiri hern-
aðarumsvifum en þingsályktunartillagan kvað á um, því að þar var
58 NA, RG 59, Box 3178, 740B.il/8-456: Muccio til Dulles, 5. ágúst 1956.
59 N A, RG 59, Box 3175, 740B.00/9-2656: Minnisblað, viðræður við Vilhjálm Þór,
26. september 1956.
60 NA, RG 59, Box 3175,740B.00/9-1356: Muccio til G. Alonzos Stanfords, 13.
september 1956.
61 Sama. Ég þýddi tilvitnanir í bréf Benedikts úr ensku. Muccio hefur sennilega
látið þýða afritið af bréfinu á ensku.