Saga - 1995, Síða 26
24
VALUR INGIMUNDARSON
ekkert rætt um, að „erlendir" tæknimenn yrðu hér eftir. Markmið
ályktunarinnar var heldur ekki að færa Keflavíkursamninginn frá
árinu 1946 í nýjan búning. Gylfi Þ. Gíslason sagði síðar, að forystu-
menn Alþýðuflokksins hefðu dregið í efa, að Bandaríkjamenn yrðu
við óskum íslenskra stjómvalda um brottför hersins. Þeir hefðu því
verið þeirrar skoðunar að breyta ætti vamarsamningnum á þann
veg, að umsvif vamarliðsins yrðu takmörkuð sem mest.62 Bréf Bene-
dikts kemur heim og saman við þetta viðhorf, en tillaga hans um
framtíðarskipan vamarmálanna hefur áreiðanlega fremur verið
bundin við vinstri arm Alþýðuflokksins en forystusveit hans. Banda-
ríkjamenn höfðu líka heimildir fyrir því, að þeim Gylfa og Benedikt,
sem höfðu farið til Norðurlanda nokkmm vikum eftir stjómarmynd-
unina til skrafs og ráðagerða við norræna jafnaðarmenn, hefði ekki
tekist að afla sjónarmiðum sínum í hermálinu fylgis.63 Samt fóm
skoðanir margra framsóknarmanna og vinstri arms Alþýðuflokks-
ins hér saman, enda var Hermann Jónasson ekki enn reiðubúinn til
að hvika frá stefnunni um brottför hersins.64
Muccio fékk einnig þær upplýsingar í byrjun september, að nokkr-
ir áhrifamenn í Alþýðuflokknum, þar á meðal Asgeir Asgeirsson,
væm að reyna að fá þá Hannibal Valdimarsson, Alfreð Gíslason og
Lúðvík Jósepsson til að segja skilið við „kommúnistakjamann" í Al-
þýðubandalaginu. Forsendan væri sú, að unnt yrði að komast að
málamiðlun í samningaviðræðunum við Bandaríkjamenn, sem gerði
vinstri jafnaðarmönnum kleift að sætta sig við áframhaldandi dvöl
hersins.65 Vilhjálmur Þór tjáði bandarískum embættismönnum í lok
september, að fulltrúar Framsóknarflokksins í ríkisstjóminni hefðu
einnig unnið að því að kljúfa Alþýðubandalagið, með það fyrir aug-
um, að kommúnistar segðu skilið við flokkinn.66 Framsóknarmönn-
um og Alþýðuflokki varð ekki kápan úr því klæðinu, en samt má
fullyrða, að tilraunir þeirra til að hafa áhrif á stefnu Alþýðubanda-
62 Þorleifur Friðriksson: Undirheimar tslenskra stjórnmála, bls. 126.
63 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/8-2356: Bandaríska sendiráðið (Reykjavík) til
utanríkisráðuneytis (Washington), „Review of Political Developments, Aug-
ust 10-23", 23. ágúst 1956.
64 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/9-2656: Minnisblað, viðræður við Vilhjálm Þór,
26. september 1956.
65 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/9-1956: Muccio til Parsons, 10. september
1956.
66 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/9-2656: Minnisblað, viðræður við Vilhjálm Þór,
26. september 1956.