Saga - 1995, Síða 28
26
VALUR INGIMUNDARSON
spurði, hvort erfiðleikamir hefðu ekki verið þeir sömu að út-
vega lánið. Því svaraði hann með að segja: Svo em Englend-
ingar á móti því. Eg spurði, hvort þeir vissu um þetta mál og
játti hann því.67
Þar lá hundurinn grafinn! Adenauer ætlaði að veita Ólafi Thors ein-
um Iánið. Er ljóst varð, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í stjómarand-
stöðu var forsenda lánveitingarinnar ekki lengur fyrir hendi. Fram-
sóknarflokkur Hermanns Jónassonar var greinilega af öðm sauða-
húsi: Hann hafði ekki aðeins veitt sósíalistum stjómaraðild, heldur
einnig hótað að reka bandaríska herinn burt. Niðurstaðan, sem
fékkst í viðræðunum, varð því sú, að efnahagsmálaráðuneytið bauðst
til að fara þess á leit við vestur-þýska lánastofnun, að hún veitti Is-
lendingum fremur lítið lán til átta ára vegna togarakaupa og virkj-
unarframkvæmda með 2 '/2% vöxtum. A það leist þeim Kristni og
Helga ekkert, enda höfðu þeir vænst þess að fá stórlán til langs
tíma. En lengra vildu Vestur-Þjóðverjar ekki ganga vegna „stór-
kostlegra erfiðleika með lánsfé innan Þýzkalands", eins og utanrík-
isráðherrann, Heinrich von Brentano, orðaðiþað.68
Vera má, að Bretar hafi lagst gegn því, að vestur-þýska stjórnin
veitti íslenskum stjórnvöldum lán, en það vom Bandaríkjamenn,
sem létu mest að sér kveða í þessu máli. Eins og áður sagði, var
Bandaríkjastjóm mjög í mun, að ekkert yrði gert til að styrkja stöðu
vinstri stjórnarinnar. Vestrænar þjóðir skyldu halda að sér höndum
og ekki veita íslendingum lán fyrr en hermálið væri leyst. Banda-
ríkjamenn þurftu þó ekki að beita bandamenn sína þrýstingi, því að
Vestur-Þjóðverjar og aðrar NATO-þjóðir vom einnig á móti stjórnar-
setu sósíalista og brottför hersins. Þótt lítill ágreiningur væri milli
Bandaríkjamanna og Vestur-Þjóðverja, þá var blæmunur á afstöðu
þeirra í þessu máli. Bandarískir embættismenn vildu hafa sem
minnst viðskipti við vinstri stjómina meðan þeir vom að endurskoða
stefnuna í málefnum Islands. Vestur-Þjóðverjar töldu, að betra væri
að láta íslensk stjórnvöld vita, að lánaleiðir væm enn opnar, án þess
þó að skuldbinda sig á nokkum hátt að svo stöddu. Ef íslendingar
kæmu að lokuðum kofunum hjá vestrænum þjóðum, kynnu þeir að
neyðast til að leita til Sovétríkjanna og annarra austantjaldsríkja um
67 Þ.I. Skjöl forsætisráðuneytis, opinberar heimsóknir, B-163: Kristinn Guðmunds-
son og Helgi P. Briem til utanríkisráðuneytis, 10. ágúst 1956.
68 Sama.