Saga - 1995, Síða 29
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
27
lán.69 Um það voru bandarísk og vestur-þýsk stjórnvöld samt sam-
mála, að Islendingar skyldu ekki beittir þrýstingi opinberlega. Banda-
ríska sendiráðið á íslandi taldi, að það gæti gefið Hermanni Jónassyni
feri á að hagnýta sér málið í pólitískum tilgangi heima fyrir: Hann
gæti slegið á strengi þjóðemistilfinninga og sakað Vesturlönd um að
ætla að beygja íslendinga í krafti efnahagsvalds. Af þeim sökum
lögðu Bandaríkjamenn á það mikla áherslu, að ekki kæmist upp um
þátt þeirra að tjaldabaki.70
Eftir að hafa fengið neikvætt svar við lánsbeiðni sinni frá vestur-
þýsku stjórninni í ágúst, sneru íslensk stjórnvöld sér til Frakka í
september. Franska stjórnin lét Bandaríkjamenn strax vita um mála-
leitanina og varð við óskum þeirra um að fresta því að svara henni
vegna óvissunnar í varnarmálunum.71 Þannig fékk bandaríska ut-
anríkisráðuneytið upplýsingar um þær aðferðir, sem íslensk stjóm-
völd beittu til að greiða fyrir lánveitingunni í Frakklandi. íslenskir
embættismenn sögðu, að vinstri stjóminni hefði borist mjög hag-
stætt lánstilboð frá Sovétmönnum, en hún væri treg til að þiggja það
af stjómmálaástæðum. Þetta átti eftir að verða viðkvæðið í öllum til-
raunum vinstri stjórnarinnar til að afla erlendra lána á kjörtímabili
hennar: Til að komast hjá því að gengið yrði að lánstilboðum Sovét-
þaanna, yrðu vestræn ríki að veita íslendingum efnahagsaðstoð.
Astæðulaust er að vefengja þá fullyrðingu Þjóðviljans, að för Einars
Olgeirssonar til Sovétríkjanna og annarra austantjaldsríkja um haust-
ið ^56 hafi verið árangursrík,72 en þangað hélt hann í umboði Lúð-
víks Jósepssonar, viðskiptaráðherra, til að freista þess að afla láns-
Jar- Hins vegar er mjög ósennilegt, að stjórnin hafi haft formlegt
ttlboð frá Sovétmönnum undir höndum í upphafi september 1956,
enda var Einar ekki kominn úr ferð sinni. Þá upplýsti Eysteinn Jóns-
s°n, fjármálaráðherra, fulltrúa bandaríska sendiráðsins á íslandi um
það í október, að ekkert slíkt tilboð hefði borist.74 Þar sem Hermann
69 NA, RG 59, Box 4417, 840B.00/8-2956: Bandaríska sendiráðið (Bonn) til utan-
ríkisráðherra, 29. ágúst 1956.
70 NA, RG 59, Box 4418, 840B.00/8-1656: Bandaríska sendiráðið (Reykjavík) til
utanríkisráðuneytis (Washington), 16. ágúst 1956.
1 NA, RG 59, Box 4418, 840B.10/9-1156: Bandaríska utanríkisráðuneytið til
bandaríska sendiráðsins (París), 13. september 1956.
72 t’jóðviljinn 9. janúar 1957.
73 Einar Olgeirsson: ísland ískugga heimsvaldastefnunnar, bls. 342.
74 NA, RG 59, Box 4418, 840B.10/10-1156: Minnisblað, viðræður við Eystein Jóns-
s°n, 4. október 1956.