Saga - 1995, Page 30
28
VALUR INGIMUNDARSON
Jónasson og aðrir framsóknarmenn litu svo á, að sterkasta vopnið í
samningaviðræðunum við Bandaríkjamenn væri lánstilboð Sovét-
manna, var engin ástæða til að leyna bandaríska fulltrúann því.
Af þessum stjórnmálarefjum má draga nokkrar ályktanir. Segja
má, að vinstri stjómin hafi verið komin í pólitíska sjálfheldu um
miðjan september vegna hrakfara hennar í lánamálinu. Hún stóð í
raun frammi fyrir tveimur kostum: Að ná sáttum við Bandaríkja-
menn og aðrar NATO-þjóðir í hermálinu til að greiða fyrir lánveit-
ingum, eða hunsa hemaðarhagsmuni Atlantshafsbandalagsins og
leita til Sovétmanna um efnahagsaðstoð. Báðum þessum kostum
fylgdi ákveðin áhætta. Það yrði ekki aðeins mikið pólitískt áfall að
hverfa frá stefnunni í vamarmálum, heldur gæti það „sprengt"
stjómina vegna andstöðu Alþýðubandalagsins við dvöl hersins. Hins
vegar mátti ætla, að Bandaríkjamenn og NATO hlypu ekki undir
bagga með stjóminni, ef hún héldi fast við stefnuna í hermálinu eða
leitaði lána í Sovétríkjunum. Þótt vinstri stjómin veldi að lokum
fyrri kostinn, reyndi hún fyrst að sigla milli skers og bám. Forystu-
menn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, sem mótuðu utanríkis-
stefnu vinstri stjórnarinnar, reyndu að komast hjá því að tengja her-
og lánamálin og freistuðu þess að fá efnahagsfyrirgreiðslu á Vestur-
löndum, með því að skírskota til lánamöguleika stjómarinnar í Sov-
étríkjunum. Samt var borin von að halda þessum tveimur málum
aðskildum, enda fólst ákveðin mótsögn í leikfléttu stjómarinnar:
Hún reyndi að hagnýta sér þátttöku íslands í hemaðarbandalagi til
að ná fram ívilnunum í efnahagsmálum. Vestrænar þjóðir hefðu
ekki séð sér neinn hag í að veita íslendingum hagstæð lán nema
vegna herstöðvarinnar.
Þreifingar vinstri stjórnarinnar í Bandaríkjunum
Þótt Bandaríkjamenn vonuðust til að unnt yrði að komast að sam-
komulagi við íslendinga um vamarmálin, þá urðu þeir líka að gera
ráð fyrir því, að vinstri stjómin stæði við loforðið um brottför hersins.
Bandaríska herráðið (Joint Chiefs of Staff) lagði til, að ákveðin for-
gangsröð um fækkun bandarískra hermanna yrði höfð til hliðsjónar í
samningaviðræðunum við íslensk stjómvöld, en á þessum tíma
vom tæplega fimm þúsund hermenn á Islandi.75 Spyrja má, hvort
75 NA, Military Branch, RG 218, Box 22B, 660.2 Iceland (8-20-43): Minnisblað til
landvamaráðherra, 27. júlí 1956.