Saga - 1995, Síða 31
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
29
þær efasemdir hafi átt við rök að styðjast, sem Gylfi Þ. Gíslason og
aðrir létu í ljósi um, að Bandaríkjamenn yrðu við þeirri kröfu stjóm-
arinnar að kveðja herlið sitt heim frá íslandi? Bandarísk skjöl veita
ekki einhlít svör við þeirri spurningu, en þau hafa að geyma nokkr-
ar vísbendingar um, að Bandaríkjastjóm hafi ætlað að láta undan, ef
íslensk stjómvöld héldu því til streitu að reka herinn úr landi.
Bandaríska herráðið gerði a.m.k. ráð fyrir þeim möguleika í áætlun
sinni og Þjóðaröryggisráðið (National Security Council) virðist líka
hafa ætlað að sætta sig við ákvörðun íslenskra stjómvalda. Brottför
hersins bar ekki á góma á þjóðaröryggisfundum í Hvíta húsinu árið
1956, en þar vom þau málefni, sem hæst bar í alþjóðamálum, jafn-
an rædd. Dulles, utanríkisráðherra, tók hins vegar málið upp á þess-
um vettvangi 16. maí 1957 vegna skýrslu, sem áætlunamefnd þjóð-
aröryggisráðsins (Planning Board) hafði samið um mikilvægi Kefla-
víkurstöðvarinnar fyrir öryggi Bandaríkjanna. Dulles vildi fá að
vita, hvað þessi nefnd, en hún hafði það hlutverk að leggja fram til-
lögur um utanríkisstefnu Bandaríkjastjómar, ætti við með eftirfar-
andi orðum í skýrslunni: „Ef Bandaríkjunum og NATO yrði neitað
um þessa aðstöðu [á íslandi], þá mundi það veikja vamarkerfi NATO
uaeir en svo að unnt væri að sætta sig við það".76 Dulles taldi, að
skilja mætti þetta svo, að Bandaríkjamenn ætluðu sér að halda her-
liði sínu á íslandi með valdi. Robert Cutler, ráðgjafi Eisenhowers í ör-
yggismálum, taldi, að áætlunamefndinni hefði ekki gengið það til að
gnpa til valdbeitingar, en kvað hugsanlegt, að flugherinn teldi hana
mttlætanlega. Skjalaleyndinni hefur ekki verið létt af ummælum
Nathans Tivinings, yfirmanns bandaríska flughersins, á fundinum,
því er afstaða hans enn óljós í þessu máli. Vera má, að Twining
afi viljað koma í veg fyrir brottför hersins í krafti hervalds, en
eiri rök hm'ga að því, að Bandaríkjastjóm hafi ætlað að beygja sig í
pessu máli. Þjóðaröryggisráðið samþykkti á fundinum 16. maí að
reyta orðalagi þeirrar setningar, sem Dulles gerði athugsemd við. í
stað þess að segja að brottför hersins veikti vamir NATO meir en
"Unrit væri að sætta sig við" var skýrslunni breytt þannig, að það
76 Orðrétt segir í skýrslunni: „Denial of these advantages to the United States
and NATO would result in an unacceptable weakening of the North Atlantic
Defense System; and the loss of Iceland to Soviet control would directly
threaten the security of the United States". Dwight D. Eisenhower Library,
Ann Whitman File, NSC Series, Box 8, Folder: NSC, 32 meeting, May 16,
1957 (4): Fundargerð, „U.S. Policy toward Iceland", 16. maí 1957.