Saga - 1995, Síða 32
30
VALUR INGIMUNDARSON
„drægi verulega úr" varnarmætti bandalagsins, ef Bandaríkjamenn
og NATO misstu aðstöðu sína íslandi.77
Aldrei kom til þess, að Bandaríkjamenn þyrftu að verða við kröf-
um íslenskra stjórnvalda um að kveðja hermenn sína frá íslandi.
Um miðjan september 1956 komust helstu áhrifamenn í Framsókn-
arflokknum og Alþýðuflokknum að þeirri niðurstöðu að taka yrði
hermálið upp við Bandaríkjastjóm á æðstu stöðum til að freista þess
að finna málamiðlun. Þeir Emil Jónsson, sem hafði tekið við stöðu ut-
anríkisráðherra í veikindaforföllum Guðmundar I. Guðmundssonar
3. ágúst, og Vilhjálmur Þór, helsti ráðunautur Hermanns Jónasson-
ar í efnahagsmálum, beittu sér fyrir því, að efnt yrði til fundar utan-
ríkisráðherra ríkjanna til að ræða málið.78 I fyrstu sýndi bandaríska
utanríkisráðuneytið þessum þreifingum lítinn áhuga, þar sem það
vildi forðast að styrkja stöðu stjómarinnar,79 en seinni part septem-
ber 1956 taldi það, að tími væri kominn til að láta reyna á samnings-
vilja íslensku stjórnarinnar. Bandaríkjamenn settu sig nú minna á
móti stjómarþátttöku Alþýðubandalagins, því að þeir höfðu sann-
færst um, að ráðherrar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks réðu ferð-
inni í utanríkismálum. Auk þess hafði samningsstaða Bandaríkja-
stjórnar styrkst: Vinstri stjórninni hafði hvorki tekist að afla sér
stuðnings annarra NATO-ríkja eins og Danmerkur og Noregs í her-
málinu né útvega erlend lán í Vestur-Evrópu. Síðast en ekki síst
höfðu Bandaríkjamenn ástæðu til að ætla, að íslendingar væm að
reyna að finna samkomulagsleið, sem hvorir tveggja gætu sætt sig
við. Afstaða hægri arms Alþýðuflokksins, einkum Guðmundar í., gaf
a.m.k. tilefni til bjartsýni.80
Stjórnir beggja ríkja komust að samkomulagi um, að Emil færi til
Bandaríkjanna í lok september til að ræða við Dulles og aðra banda-
ríska ráðamenn um hermálið. Með í för Emils til Washington var
Henrik Sv. Bjömsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, en auk
þeirra vom Thor Thors, sendiherra, og Vilhjálmur Þór í viðræðu-
77 Sama. Orðrétt var breytingin svo: „delete the words 'an unacceptable [weak-
ening of...]' and substitute therefor the words 'a grave [weakening of... ]"'.
78 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/9-2656: Minnisblað, viðræður við Vilhjálm Þór,
26. september 1956. Emil Jónsson: Á milli Washingtott og Moskva, bls. 151.
79 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/9-2656: Minnisblað, viðræður við Vilhjálm Þór,
26. september 1956.
80 NA, RG 59, Box 3182, 740B.521/7-3156: Bandaríska sendiráðið (Reykjavík) til
utanríkisráðherra, 1. ágúst 1956.