Saga - 1995, Page 33
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
31
^efndinni. Haldnir voru tveir fundir, sem fóru vinsamlega fram.
Dulles var í forsvari fyrir bandarísku nefndina á fyrri fundinum 1.
október, en Herbert Hoover, aðstoðarutanríkisráðherra, tók við því
hlutverki í fjarveru utanríkisráherrans á seinni fundinum 3. október.
Emil skýrir svo frá fundunum í endurminningum sínum:
Eg lagði málið þannig fram, að við værum komnir til að leita
að lausn í þessu vandasama máli, vita hvort ekki fyndist ein-
hver „modus vivendi", sem fullnægði okkur báðum. Þeir
myndu vita um samþykkt Alþingis, sem við værum bundnir
af, en ég sagði það, sem mína persónulegu skoðun, og raunar
margra fleiri á Islandi, að við vildum reyna að koma í veg fyr-
ir, að tengslin milli þjóða okkar í þessu máli slitnuðu alveg,
og til þess værum við komnir.81
Emil gefur hér sterklega í skyn, að hann hafi sjálfur verið andvígur
PVl' að herinn færi úr landi. Á hinn bóginn segist hann hafa undir-
shikað, „að sú lausn, sem . . . [hann hafi verið] að leita að, yrði að
rumast innan þingsályktunartillögunnar" og fullyrðir að sín „per-
s°nulega skoðun á málinu skipti þar engu máli".82 íslenska fundar-
gerðin um viðræðumar í Washington staðfestir ummæli Emils um
ályktun Alþingis, þótt hann hafi alls ekki kveðið eins sterkt að orði,
eins °g hann segir í endurminningum sínum.83
Bandaríkjamenn túlkuðu ummæli Emils á þá lund, að íslensk
stjórnvöld hygðust ekki standa fast á ályktun Alþingis, en vildu ná
fram einhverjum breytingum á skipan varnarmálanna.84 Emil lét
Ja líða að leggja fram fullmótaðar tillögur í Washington, og því er
ekki víst hvers konar málamiðlun hann hafði í huga.85 Hins vegar
eru nokkrar vísbendingar um það bæði í endurminningum hans
sjálfs og bandarískum skjölum. Emil kveðst hafa kynnt utanríkis-
Emil Jónsson: Á milli Washington og Moskva, bls. 151-2.
82 Sarna, bls. 156.
83 Þ-í. Skjalasafn sendiráðsins í Washington, NATO 1958-1962, 1990 B/138,
8.A.2, NATO 1958 I: „Fundur í State Department", 1. október 1956.
84 NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959, 711.56340B/10-256:
Elbrick til Hoovers, 2. október 1956.
85 NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959, 711.56340B/10-356:
Nlinnisblað, „Informal-Confidential Discussions between the Under Secret-
ary and the Icelandic Interim Foreign Minister Emil Jónsson [Óformlegar
taúnaðarviðræður aðstoðarutanríkisráðherra [Herbert Hoover] og Emils Jóns-
sonar, setts utanríkisráðherra íslands]", 3. október 1956. Sjá einnig: NA, RG
59, Box 4417,840B.00/10-2556: Muccio til Dulles, 25. október 1956.