Saga - 1995, Side 34
32
VALUR INGIMUNDARSON
ráðherra Kanada, Pearson, „allítarlegt" minnisblað, þar sem hann
útskýrði hermálið frá sjónarmiði íslenskra stjómvalda seinni hluta
september. Pearson gerði síðan Dulles grein fyrir efni minnisblaðs-
ins áður en Emil kom til Washington.86 Þetta minnisblað hefur ekki
komið í leitimar, en bandaríska sendiráðið á íslandi hafði upplýsing-
ar um, að ráðherrar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks vildu leggja
fram málamiðlunartillögu. Samkvæmt henni mundi vamarliðið hverfa
úr landi og óbreyttir bandarískir og íslenskir tæknimenn reka her-
stöðina, en flugher og floti NATO fengju að hafa viðdvöl á íslandi
með reglubundu millibili.87
Þessi tillaga kemur heim og saman við þær hugmyndir sem ís-
lenskir ráðherrar hreyfðu við Pearson, þegar hann dvaldist á Islandi.88
Hún hefði samt ömgglega ekki „rúmast innan þingsályktunartil-
lögunnar", enda líktist hún að mörgu leyti þeirri lausn, sem Bene-
dikt Gröndal fjallaði um í bréfi sínu til Bjarne Brátoy. Sú spurning
vaknar til dæmis, hve lengi erlendir hermenn fengju að dveljast á
íslandi? Ekki er ljóst, hvað framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn
höfðu hér í huga, en ef þeir hafa gert ráð fyrir, að hersveitir NATO
dveldust lengur en nokkrar vikur eða mánuði í senn, hefði brott-
hvarf hersins skipt litlu máli. Bandaríska herráðið var tilbúið til að
verða við sumum óskum íslenskra stjómvalda, með því að skipta
reglulega um hermenn á Islandi, ef það yrði til þess, að Bandaríkja-
menn fengju að halda herstöðinni. En herráðið fór fram á að há-
marksdvöl hermanna á Islandi yrði a.m.k. eitt eða tvö ár, sem jafn-
gilti nánast óbreyttu ástandi í varnarmálunum.89
Bandaríkjamenn gera vinstri stjórninni tilboð
Emil segir í bók sinni, að framsóknarmenn hafi óskað eftir því, að
Vilhjálmur Þór tæki þátt í viðræðunum í Washington.90 Engin
ástæða er að draga það í efa, enda var mikið trúnaðarsamband milli
86 Emil Jónsson: Á milli Washington og Moskva, bls. 152.
87 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/1O-1856: Skýrsla „Review of Political Devel-
opments, September 14 - October 18,1956", 18. október 1956.
88 NA, RG 59, Box 3175, 740B.00/10-1856: Skýrsla „Review of Political Devel-
opments, September 14 - October 18,1956", 18. október 1956.
89 NA, Military Branch RG 218, Box 10, 660.2. Iceland (8-20-43): Commander
in Chief, Atlantic (CINCLANT) til (CNO), 27. október 1956.
90 Emil Jónsson: Á milli Washington og Moskva, bls. 151.