Saga - 1995, Qupperneq 36
34
VALUR INGIMUNDARSON
virkjun Efra-Sogs. Skilyrðin yrðu þau sömu og bandarískir sendi-
ráðsmenn höfðu tjáð þeim Vilhjálmi Þór, Ólafi Thors, Bjama Bene-
diktssyni og Ingólfi Jónssyni um sumarið 1956: að orkustrengur yrði
lagður frá virkjuninni til herstöðvarinnar í Keflavík. Markmiðið var
auðvitað að tryggja áframhaldandi dvöl hersins.93 Emil spurði sér-
staklega að því, hvort skilyrðin fyrir lánveitingunni væm þau, að
samningaviðræðunum um vamarmálin væri lokið áður. Hoover, að-
stoðamtanríkisráðherra, svaraði þessu ekki beint, en sagði, að gengið
yrði frá raforkukaupunum í viðræðum milli íslenskra stjómvalda og
vamarliðsins.94
íslensk stjómvöld höfðu með öðmm orðum gert sér grein fyrir því
að ekki yrði komist hjá því að falast eftir láni í Bandaríkjunum eftir
að tilraunir þeirra í Vestur-Evrópu höfðu farið út um þúfur. Emil
hafði á fundi sínum með Dulles 1. október óskað eftir því, að Vil-
hjálmur Þór fengi að hitta bandaríska embættismenn til að skýra
þeim frá lánsþörf íslenskra stjórnvalda. í viðræðunum, sem fóm
fram daginn eftir, fór Vilhjálmur Þór formlega fram á það fyrir
hönd íslenskra stjórnvalda að fá lán til almennra vömkaupa, Efra-
Sogsvirkjunar, svo og annarra framkvæmda á Islandi.95 Hann sagði
einnig, að stjómin mundi neyðast tíl að þiggja lán frá Sovétmönn-
um, ef hún fengi ekki aðstoð vestrænna ríkja.96 Enginn vafi er á því,
að framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn ætluðu sér að styrkja
samningsstöðu sína með þessari hótun og reistí Vilhjálmur mál-
flutning sinn á henni í viðræðum sínum í Washington í október-
mánuði. í skeytí tíl Hermanns Jónassonar 10. október lagði Vil-
hjálmur tíl að mynda til, að sendiherra Bandaríkjanna á íslandi yrði
látínn vita „um lánamöguleika annars staðar", ef hann leitaði upp-
lýsinga. Auk þess bað Vilhjálmur um eintak af viðskiptasamningi
93 NA, RG 59, Box 4421, 840B.2514/10-2356: Minnisblað, „Iceland - Upper Sog
Hydroelectric Project", 23. október 1956.
94 NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959, 711.56340B/10-356:
Minnisblað, „Informal-Confidential Discussions between the Under Secret-
ary and the Icelandic Interim Foreign Minister Emil Jónsson", 3. október 1956.
95 NA, RG 59, Box 2477, 611.40B/10-256: Hoover til Prochnows, 2. október
1956). Sjá einnig sama, RG 59, Box 4418, 840B.10/10-256: Minnisblað, „Dis-
cussions between the Under Secretary and Mr. Vilhjalmur Thor, General
Manager, National Bank of Iceland", 25. október 1956.
96 NA, RG 59, Box 2477, 611.40B/10-256: Elbrick til Prochnows, 2. október
1956.