Saga - 1995, Síða 37
35
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
Islands og Sovétríkjanna,97 sem hafði verið endumýjaður skömmu
áður.98 Hermann sendi samninginn um hæl og tjáði Vilhjálmi, að Ey-
steinn Jónsson hefði gert sendiherranum „málin mjög ljós".99 Ey-
steinn hafði átt fund með fulltrúa bandaríska sendiráðsins fyrr í
niánuðinum um lánamálin,100 þar sem hann kvartaði sáran yfir því,
að Alþjóðabankinn hefði ekki veitt stjóminni lán og kvaðst hafa
miklar áhyggjur af því að austantjaldsríkin hygðust nota tækifærið
°g hlaupa í skarðið. Hins vegar fullvissaði Eysteinn fulltrúann um,
að ekkert lánstilboð hefði borist þaðan og neitaði því, að stjóminni
gengi það til að hagnýta sér ágreining Vesturlanda og Sovétríkjanna
1 því skyni að afla lána.101 Samt vílaði Vilhjálmur ekki fyrir sér að tjá
bandarískum embættismanni daginn eftir að hann fékk skeytið frá
Hermanni, að Sovétmenn hefðu þegar boðist til að veita íslending-
um lán.102
Bandaríkjamenn fóm sér aftur á móti í engu óðslega og gleyptu
ekki agnið. í stað þess héldu þeir áfram að vinna að tillögum um
J^usn hermálsins, sem ráðgert var að leggja fyrir íslensk stjómvöld,
Pegar hentugt tækifæri gæfist. Bandarískir embættismenn sögðu
uhjálmi 16. október, að svars væri ekki að vænta strax við láns-
eiðni hans og tóku fram, að sú upphæð, fimm milljónir dollarar,
sem rætt hefði verið um að lána til virkjunar Sogsins, væri ekki bind-
andi. Þessi viðbrögð Bandaríkjamanna fengu mikið á Vilhjálm, því
^ daginn eftir sendi hann Hermanni Jónassyni skeyti, þar sem
aun sagði, að „erfiðleikar" væm „miklir og algjörlega óvíst um
|uálalok".103 Hann var jafnvel að hugsa um að halda heim á leið, en
ermann brást snöggt við og sendi honum svohljóðandi skeyti:
U.í. Skjalasafn forsætisráðuneytis, efnahagsmál 1955-1965, B-62: Vilhjálmur
Þor til Hermanns Jónassonar, 10. október 1956.
W- Skjalasafn forsætisráðuneytis, efnahagsmál, 1955-1965, B-64: Hermann
Jónasson til Vilhjálms Þórs, 18. október 1956.
W. Skjalasafn forsætisráðuneytis, efnahagsmál 1955-1965, B-64: Hermann
100 MaSSOn tU ViIh)áIms hórs, 12. október 1956.
A, RG 59, Box 4418, 840B.10/10-1156: Minnisblað, viðræður við Eystein
Jonsson, 4. október 1956
1Q1 Sama.
NA, RG 59, Box 2477, 811.40B/10-1156: Jacob Beam til Hoovers, 11. október
1956.
103 þí' Sk)alasafn forsætisráðuneytis, efnahagsmál 1955-1965, B-62: Vilhjálmur
or til Hermanns Jónassonar, 17. október 1956.